Í vikunni opnaði Húsgagnahöllin alveg hreint stórglæsilegt Kare verslunarrými innan Hallarinnar svona búð í búð. Skemmtilegir heimar mætast hjá Kare design. Falleg mjúk hönnun í neutral litum og svo litagleði og glamúr með með öðruvísi vörum sem gefa heimilinu lit!


En Kare-vörurnar eru svo einstakar, og flestir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi…
Heimasíða Kare
Heimasíða Húsgagnahallarinnar

…Kare vörumerkið er búið að fást í Höllinni síðan 2001 og hefur notið mikilla vinsælda. En það stendur fyrir hugmyndir sem eru einstakar, óhefðbundnar og ekta, aldrei leiðinlegar heldur alltaf fullar af ímyndunarafli og innblæstri.
Kare design í Húsgagnahöllinni



…hundastytturnar eru alveg gordjöss, erfitt að velja bara eina…



Stofnendur Kare, Reiter og Schönhofen segja markmiðið frá upphafi hafa verið að skera sig úr fjöldanum og skapa frumlegar vörur fyrir fagurkera. Má með sanni segja að það hafi tekist því vörurnar frá Kare Design eru svo sannarlega eftirtektarverðar; frumlegar, flottar og vandaðar



Kare Design var stofnað í Þýskalandi árið 1981 og hefur vaxið og dafnað í gegnum árin. Í dag má finna vörur frá Kare í yfir 50 löndum og fjórum heimsálfum.

Kare Cono sófaborð. Glæsileg sófaborð í tveimur stærðum sem blandar saman við, brassi og keramik með maramara áferð. Borðið er algjört augnakonfekt.




…það er líka einstaklega mikið af flottu veggskrauti, bæði myndum og öðru…




…þessi vasi var alveg að trylla mig, þvílíkt flottur…




…svo einstaklega fallegt console borð!



…Stutt að hoppa á barinn með þennan bar heima
Kare Bar After Work er einstaklega fallegur bar með brass og velúr “detailum”. Hægt að fá í fleiri litum og þessa glæsilegu barstóla í stíl



……var ég líka búin að segja skemmtilega öðruvísi – þetta eru svona ekta vörur sem þú færð þér til þess að poppa upp rými. Eitthvað sem allir minnast á og vilja spjalla við þig um…



…þarna er margt að heilla, bæði sófasettið og svo líka borðið er æði…

Grace, einstaklega fallegur skenkur úr gegnheilum mangó við með marmaraplötu á toppnum. Fallegir fíngerðir brass fætur!



…svo flottir kertastjakar…

…geggjaðir stólar, einstaklega mjúkt áklæði og bogadregnar línur stólsins gefa hverju rými líf.

…einstaklega mikið úrval af fallegum lömpum og veggljósum…



Salamanca 3ja sæta sófinn er nútímalegur og fallegur sófi. Vatteruðu stungurnar í efninu gefa honum glæsilegan blæ. Hann er úr chenille efni sem skapar flauelsmjúkt yfirborð. Hlutlausi og klassíski grái liturinn á sófanum er tímalaus yfirlýsing.
Skoða Salamanca hér: https://husgagnahollin.is/vara/kare-salamanca-3saeta-sofi/



……það er svo gaman að þessari litadýrð sem fylgir þessum vörum, auk þess sem þær eru bara skemmtilega einstakar. Sjáið t.d. þennan geggjaða hægindastól…



…Feather palm borðlampinn er rómantískur og draumkenndur á sama tíma! Lampinn er með gylltum fæti og með strútsfjöðrum sem hægt er að fá í nokkrum litum.




…úrvalið af skrautmunum er alveg gríðarlegt og vel þess virði að skoða…




…hversu djúsí og fallegur er þessi stóll og skemillinn með…



…þetta eru bara svo fallegar vörur að þær eru nánast eins og listaverk…

…og svo er alltaf hægt að treysta á eitthvað fönkí, flott og skemmtilegt…

……það er svo gaman að sjá vörur sem ýta manni svona aðeins út fyrir þægindarammann, og eru í raun bara listaverk inni í rýminu. Vörurnar frá Kare eru svo sannarlega að uppfylla þessi skilyrði og ég verð bara að hæla Húsgagnahöllinni fyrir þetta framtak að setja upp heila búð í búð, þetta er ótrúlega fallegt ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!