…núna í lok mars þá átti hann pabbi minn heldur betur stórafmæli og varð 90 ára. Það er ekkert lítill áfangi og þar sem mamma og pabbi eru bæði búsett núna á Hrafnistu, þá tókum við bara sal á leigu þar og héldum smá afmælisboð fyrir nánustu fjölskyldu. Veislan var haldin á fallegum sunnudegi, og þessar myndir voru teknar þegar ég var að bera inn úr bílnum og áttaði mig á að ég var alveg í stíl við dekorinn í veislunni…



…en þetta var í raun bara frekar einfalt boð, við keyptum þær veitingar sem við þurftum og ég fór og keypti blöðrurnar í Partýbúðinni…



…eins og svo oft áður þá blönduðum við bara saman tveimur servéttum, einlitum og myntruðum…

…síðan keypti ég auðvitað blóm í vasana, en mér þykir aldrei neitt veisluborð vera tilbúið án blóma…

…kökudiskana og allt slíkt átti ég fyrir, og þessi er minni Holger frá Húsgagnahöllinni…

…afmælisstrákurinn og mamma ♥♥

…við lögðum nú ekki í að setja 90 kerti á köku, þannig að þessi lausn hentaði betur…

…nægar veitingar fyrir her manns, að vanda…



…orginal kjarninn, við systkinin og foreldrasettið…

…og með afleggjurum og meððí…

…síðan á afmælisdaginn sjálfan, þá bauð Hrafnista upp á köku fyrir hann og okkur, auk þess að það var dekkað svo fallega á borð…

…svo fallegt…

…pabbi hefur verið í Karlakórnum Fóstbræðrum, og var einn af Fjórtán Fóstbræðrum, síðan hann var 19 ára eða í 71 ár. Þeir voru því svo elskulegir að mæta og syngja fyrir þau og það var ekki séns að fylgjast með þessu öllu ógrátandi…

♥♥♥

…nafnarnir…

…umkringdur af okkur…

Innilega til hamingju með daginn þinn elsku pabbi, takk fyrir að vera þú, að vera sundkall, skíðakall og alltaf minnstur, fyrir að vera afi sem gefur sér alltaf tíma til að leika, fyrir að enda hvert símtal á “ég elska þig”, fyrir að kenna mér að meta föðurland og náttúrufegurð, fyrir yrkja ljóð og vísur, og fyrir að mála fallegustu myndirnar.
Ég elska þig pabbi minn

Þið getið skoðað póst um 80 ára afmælið hérna, en það eru margar svo fallegar myndir í honum!