Innlit í JYSK á Smáratorgi…

……í vikunni fór ég í JYSK á Smáratorgi til þess að stilla upp smá fyrir sumarið, svona upphitun. Það er nú alltaf gaman þegar að sumarhúsgögnin koma í hús því þá er eitthvað svo stutt í sumar, sem verður vonandi æðislegt í ár ♥ Síðan kíkjum við líka aðeins meira í kringum okkur…

//samstarf

…en ég byrjaði frammi í anddyri þar sem við settum upp sófasett, fullkomið á pallinn og alls konar fylgihluti, púðarnir eru t.d. að breyta svo miklu þarna…

…þessi litli lampi er líka geggjaður á pallinn, þarf að skoða hann í sumar og svo var hengipotturinn líka að heilla…

…þessir blómapottar voru líka til í fyrra og ég fékk mér svona, og þeir hafa staðið úti í allan vetur. Mjög fallegir…

…sömuleiðis er þetta litla ljósa borð alveg geggjað með, svona til að brjóta aðeins upp…

…mottan er líka að gera svo mikið…

…þessar litlu kúlur eru líka ljós, svoldið spennandi fyrir sumarpallinn – svo eru ljósaseríurnar æðislegar…

…stóllinn sem kom í ljósu í fyrra er mættur aftur í svörtu og er svo töff svona. Eins er þetta hliðarborð í miklu uppáhaldi hjá mér…

…setti smá upp inni, en þar var ég að sýna meðan annars svo falleg ný sængurver…

…þau eru með fallegu blómamynstri en svo einlit á hinni hliðinni, geggjuð bæði…

…eins eru þessar eucalyptusgreinar að koma sterkar inn…

…síðan eru öll borð sneisafull af nýjum vörum fyrir sumarið…

…ótrúlega mikið og flott úrval orðið af fallegum skrautblómum. Bæði í pottum og stilkar, mæli með að skoða það…

…svo er líka mikið af fallegum luktum, bæði svörtum og líka bast…

…það eru svo skemmtilegir litir og mynstur að koma inn í sumarið…

…og þessir bollar og diskar eru engin undantekning þar á…

…vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *