Big Blue Bag-dagar í JYSK…

Núna um helgina er JYSK með “Big blue bag”-daga. En þetta snýst um það að fá stóra bláa, fjölnota innkaupapokann, skella honum ofan í innkaupakerru og fylla hann af því sem þig langar mest í. Allt sem þú kemur fyrir í einum poka, og getur haldið á honum, færðu með 20% afslætti – snilld!

//samstarf

Ég ákvað því að týna saman nokkra af mínum eftirlætishlutum hérna heima og sýna ykkur, og allir eiga það sameiginlegt að komast auðveldlega ofan í bláa pokann góða. Við erum mjög mikið að vasast í þessum pósti, enda elska ég góðan blómavasa – og sá fyrsti sem ég ætla að sýna ykkur er í miklu uppáhaldi, en það er þessi svarti hérna…

Bent vasi – smella hér!

…hann er svo ótrúlega fallegur, úr svona hömruðu áli og alveg hreint geggjuð stærð…

…þessi hér er síðan búin að vera á óskalista síðan ég sá hann fyrst á inni á dönsku JYSK-síðunni og hann stóð svo sannarlega undir væntingum. Þetta er geggjuð stærð á vasa og svo er hann svo passlega rustic og töff…

Ingvard vasi – smella hér!

…bæði bómin eru líka frá JYSK og af því að hortensíurnar eru mun lægri, þá einfaldlega festi ég þær við stærri ljósbleiku blómin með teipi (gætir líka notað vír til þess að festa)…

Stian blóm – smella hér!
Asvend blóm – smella hér!

…hef nú oft sýnt ykkur þennan hérna, enda er hann æði. Nógu stór til þess að vera gólfvasi, og geggjaður með olífutré í – stráin eru líka frá JYSK…

Tommy vasi – smella hér!
Strá – smella hér!

…ég er nú búin að eiga þennan hvíta í mörg ár og finnst hann alltaf jafn fagur, höfum líka haft hann standandi á gólfi…

Stór hvítur vasi – smella hér!

…ofsalega falleg áferð á honum – blómin og greinarnar voru keypt erlendis, en það fást stórar Eucalyptusgreinar sem færu mjög vel í honum sem og skrautblóm…

Didrik skrautblóm – smella hér!
Eucalyptus greinar – smella hér!

…ég veit að ólífutrén eru komin aftur, og hérna er ég með mitt í vasa á gólfinu, en það gæti líka verið mjög flott í bæði svarta Ingvard vasanum og í Tommy-vasanum…

Olfutré – smella hér!

…annað fallegt skrautblóm, sem stendur þá að eilífu og þarf aldrei að vökva (sem er kostur fyrir konur sem eru gleymnar eins og ég) er orkídean, en hún er alveg einstaklega fögur…

Orkidea – smella hér!

…þessir tveir eru síðan nýjir, bæði vasinn og blómapotturinn. Liturinn er ekki eins en harmonerar svo fallega saman. Blómin eru síðan líka frá JYSK…

Stór vasi – smella hér!
Blómapottur – smella hér!

…í vasanum eru þrjár greinar, en auðvitað baraa eitt blóm í pottinum…

Skrautgreinar Magnolia – smella hér!
Skrautblóm í potti – smella hér!

…svo var það smá viðbót inni í eldhúsi, þessi fallega kanna…

…mög fallegur litur á henni, svona hlýr leirtónn og verður pottþétt æðisleg með smá blómum með…

Madsemil kanna – smella hér!

Ég sýndi ykkur líka nýja sængurverið okkar um daginn og síðan þá er Nói búinn að gefa því sína bestu einkunn…

Smella hér til að skoða póst!

Sæmgurverið heitir Amanda – og er líka svo gordjöss, það eru mismunandi mynstur á hvorri hlið þannig að þá er hægt að leika sér svoldið með útlitið þegar maður býr um rúmið…

Amanda – sængurver

Um daginn gerði ég moodboard fyrir svefnherbergi (smella hér) og þá sýndi ég ykkur þetta hérna dásamlega sængurver frá JYSK sem var alveg að heilla mig upp úr skónum…

Esther – sængurver

…síðan ætla ég líka að minnast á púðana við ykkur, en þetta er alltaf svo góð leið til þess að poppa aðeins upp á stofuna og það er svo mikið úrval af fallegum púðum til núna…

Smella hér fyrir skrautpúða!

…þetta gaf ykkur vonandi nokkrar hugmyndir og ef þið viljið skoða eldri BigBlueBag-pósta, þá getið þið smellt hér!

Ég vona að þið hafið haft gaman að ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *