Innlit í Magnolia, TX…

…það voru teknar ansi margar myndir í þessari ferð okkar í Magnolia, eða sko ferðum- því auðvitað fór ég töluvert oftar en einu sinni á þessum þremur dögum. En ég sá það að ég varð að brjóta póstana niður í nokkra parta því rétt eins og að svæðið er víðfemmt, þá eru búðirnar nokkrar og skiptast niður í nokkra hluta. Það er Magnolia, sem er með smávörunni, Magnolia Home – þar sem húsgögnin eru, síðan eru 6 lítil hús á lóðinni þar sem smávaran er meira niðurskipt: búðin hans Chip, blómabúðin og þess háttar.
En í póstinum í dag, þá er það Magnolia sem við skoðum!

…um leið og komið er inn þá er þessi gluggi á vinstri hönd. En það er skipt um og allri búðinni breytt fjórum sinnum á ári, og í hvert sinn er mottó-ið fyrir árstíðina sett upp þarna.
Núna var það: Making space for the good & lasting moments!

…og svo er það afgreiðsluborðið sem tekur við af því…

…en þetta var síðan beint á móti hurðinni. Það var rosalega mikið verið að vinna með blómaskreytingar, bæði þurrkaðar og líka skrautblóm…

…öll búðin og uppsetning er svo gríðarlega falleg að ég hefði getað ráfað þarna um í marga daga…

…í miklu uppáhaldi hjá mér var eldhúsdeildin, en hún er alveg gríðarlega falleg…

…uppsett með eldavél og öllu til þess að hver og einn hlutur er að njóta sín til fulls…

…þessi græni litur á skápunum er alveg hreint draumur…

…og sko alveg grínlaust, mig langaði bara nánast í allt! Sjáið líka bara hvernig þetta er sett upp, og þurrskreytingin þarna yfir – elska þetta!

…hlutirnir með bláu blómunum voru svo fallegir…

…yndislegar veggmyndir…

…ég væri eiginlega alveg mikið til í þetta eldhús…

…speglarnir voru alveg hver öðrum fallegri líka…

…allt sett fallega upp, smá mikið nostur og smáatriði…

…þegar maður kemur í gegnum búðina þá tekur þetta svæði við, en þetta eru meiri svona útipottar, gerviblóm og ýmis fatnaður…

…svo fallegur lítill blómaskáli…

…þolinmóðustu feðgarnir á biðbekknum, þeir voru geggjaðir!

…en vitið þið hvað, mig langar svo að fara aftur ♥♥♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *