Leirvagninn_art…

…mér finnst gaman að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreila með ykkur því sem mér þykir fallegt og sniðugt. Í þetta sinn langar mig að segja ykkur frá Leirvagninn_art, sem eru dásamlega fallegir leirmunir unnir af henni Guðrúnu Sveinbjörnsdóttur.

Instagram: Leirvagninn_art

Ég sá veggeggin sem hún gerir í fyrsta sinn í vetur og þau heilluðu mig alveg, þannig að ég mælti mér mót við hana og keypti egg til gjafa og átti í mestum vandræðum með að velja á milli…

…svo eru líka alveg ótrúlega fallegir bollarnir sem hún gerir, hver og einn einstakur…

…svo finnst mér líka bláu eggin alveg dásamleg…

…og bara mesti vandinn að velja á milli, en eggin má hafa á borði eða á vegg (þau eru öll með gati til að hengja þau upp aftan á), og sumir bollarnir væru líka geggjaðir kertastjakar…

…sjáið bara hvað þau eru flott svona þrjú saman…

…þegar ég fór um daginn, þá var ég svo heppin að Guðrún gaf mér egg (alls ekki með neinu skilyrði um umfjöllun og ég var líka að kaupa mér sjálf og til þess að gefa)…

…og þau eru komin rakleitt upp á vegg inni í stofu, en mér finnst þau alveg geggjuð svona saman…

…ég mæli því eindregið með að fylgja Leirvagninn_art á Instagram og enn fremur að vera í sambandi við hana Guðrúnu og mæla ykkur mót og fá að sjá alla þessa fegurð hjá henni ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *