Moodboard fyrir svefnherbergi…

…um daginn gerði ég innlit í Dorma og það voru svo ótrúlega margir nýir og spennandi rúmgaflar komnir í hús. Það varkti því hjá mér löngun í að gera moodboard fyrir svefnherbergi með þá í aðalhlutverki.

Smella til að skoða innlit í Dorma!

Þessir voru að koma sem mér þykja gordjöss, koma í nokkrum litum og áklæðum og eru svo flottir:
Smella til að skoða Verona!

Þessi grind heitir Lilja og mér finnst hún alveg sérlega falleg, þessi litur er svo mildur og mjúkur:
Smella til að skoða Lilju!

Parisar-rúmgaflinn þekkja orðið margir og hann var líka að koma í ljósum lit. Viðeigandi heiti því hann er sérlega franskur að sjá í þessum ljósa tón:
Smella fyrir Paris!

Svo er gott að muna að ef þið kaupið rúmgafl, þá er hægt að kaupa áklæði utan um botninn á rúminu:
Smella fyrir áklæði utan um rúmbotna!

..falleg náttborð gera svo mikið og ég fann tvö sem ég var mjög spennt fyrir, annars vegar þetta hérna svarta – mjög töff:

Nola náttborð – smella hér!

…og hitt var óhefðbundnara en einstaklega fagurt og hlýlegt, en kemur líka í fleiri litum:

Nola hnota – smella hér!

…ef pláss leyfir þá elska ég að koma hægindastól fyrir í hjónaherbergi og þessi hérna er æðislegur:

Lotus hægindastólar – smella hér!

…mig langaði að leyfa rúmgaflinum að njóta sín til fullnustu og valdi því hlutlaus og tímalaus satínrúmföt við, en svo elegant:

Mistral Home sængurver – smella hér!

…eins vildi ég hafa rúmteppið sem einfaldast og þetta er líka mjög létt, sem er æðislegt til að búa um með:

Nice rúmteppi – smella hér!

…svo er það auðvitað alls konar skrautpúðar sem koma til greina ef grunnurinn er hlutlaus, og úrvalið er svo mikið af fallegum púðum í Dorma:

Skrautpúðar – smella hérna!

…þessir lampar þykja mér alveg sérdeilis gordjöss sem svefnherbergislampar, velúrskermurinn og brassið eru að gera svo hlýlega stemmingu:

Lampi – smella hér!

…svo er alltaf fallegt að koma svo grænu inn í rýmið, og oftast nær eru svefnherbergi ekki hentugust fyrir lifandi plöntur en þá er það snilld hversu mikið er til af fallegum gerviblómum, og þetta ólífutré er æði:

Ólífutré 65cm – smella hér!

…og eins eru margir fallegir blómapottar með geggjaðri áferð:

Smella fyrir blómapotta!

…og sama má segja um fallega vasa, sem skreyta alltaf mikið:

Smella fyrir vasa!

…stór motta, sem nær undir rúmið – gerir síðan allt extra kózý:

…fatahengið sem ég notaði í herbergið hennar Guðrúnar Veigu fæst enn í Dorma:
Smella til að skoða!

…að lokum bekkur, hver elskar ekki bekki í svefnherbergið, annað hvort við enda rúmsins eða bara þar sem hann passar inn – best sko fyrir rúmteppið og púðana:

House Nordic bekkur – smella hér!

…og að lokum er þetta útkoman þegar allt kemur saman, sérlega kózý svefnherbergi sem gæti tekið vel utan um mann ♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *