Vegghillur eru alltaf svo skemmtilega leið til þess að setja svip á rými, oft bara hægt að fylla þau með persónuleika. Það er líka auðvelt að leika sér með uppröðun og innihaldið í hillunum og breyta þannig til á einfaldan máta. Ég hef notað svo mikið af vegghillunum úr JYSK í þáttagerð og annað og ákvað að taka saman sérpóst með myndum handa ykkur, svona svo allt sé á einum stað!

…litlar vegghillur frá JYSK urðu að bókahillum og mér finnst þær koma svo vel út…




…þessi hilla er eins og sniðin undir POP! kallana og það væri líka svo flott að grúbba svona hillum mörgum saman…




…þessi dásamlega vegghilla, en það að hún er bogadregin að ofan gerir hana eitthvað svo ævintýralega og fallega enn fegurri auðvitað, þegar búið er að raða í hana…



Vandrup vegghilla – smella hér!

…þessar eru svo fallegar og hérna keypti ég tvær og setti saman, en það má leika sér með þetta á ýmsa vegu…





…þessar eru í miklu uppáhaldi og ég notaði þær í seinasta þættinum í nýjustu þáttaröðinni, ótrúlega flottar svona tvær saman…




Kettinge vegghilla – smella hér!

…þessar hillur! Ég er alveg með þær á heilanum svona í barnaherbergið. Þær eru klikkað flottar. Þrjár litlar vegghillur sem hreinlega “fylltu” upp í rýmið og urðu að algjöru ævintýri fyrir lítinn mann sem getur skapað heila ævintýraveröld á hverjum degi…






…hérna bæsaðar í strákaherbergi…

…og notaðar þrjár saman og lítið náttborð fest á…

…þið getið smella hérna og skoðað póst með útskýringum á þessu öllu!

…og svona bónus, málaðar – mynd fengin frá vinkonu!

Hejlsminde 3ja hæða vegghilla – smella hér!

…með því að hengja hilluna upp öfuga þá var þæginlegra að sitja á bekknum undir. Svona vegghillur eru líka snilld fyrir allt skrautið sem krakkarnir eiga og eiga kannski ekki að vera að leika sér með…



Hejlsminde 6 hæða vegghilla – smella hér!

…en ég hef notað þær í ansi mörg verkefni og hreinlega þreytist ekkert á þeim. Hér eru þær þrjár saman notaðar til þess að verða að 5stk:

…þið getið smellt hérna til þess að skoða þetta nánar – póstur...

…hér eru hins vegar tvær hillur notaðar og tengdar saman til þess að verða þrjár…

…smella hér til að skoða nánar!

Trappedal vegghilla – smella hér!

Þetta er nefnilega sniðug lausn, að þegar þið eigið ekki stór málverk eða slíkt – þá er snilld að gera grúbbur á veggi. Hér eru þrjár myndir sem Kjartan átti fyrir, og svo vegghillur frá JYSK, sem eru einmitt líka með svona svartan ramma í kringum sig – næstum bara “lifandi málverk”.




ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!