…ég elska að gera litla og huggulegar breytingar á milli árstíða. Þær þurfa ekki að vera neitt stórvægilegar, en það er alltaf gaman að taka hlutina og hreyfa þá örlítið til og finna þeim nýjan stað. Koma hreyfingu á heimilið og þannig hreyfingu á orkuna innan heimilisins. Það er bara bráðnauðsynlegt! Ég er sérstaklega veik fyrir fallegum sængurverum. Þau eru alltaf svo stór hluti af svefnherberginu og svo auðveld leið til þess að breyta svolítið þarna inni, þið vitið án þess að breyta miklu í raun og veru. Einu sinni var ég líka rosalega dugleg að nota rúmteppi, en komst svo að því að það kramdi svo niður dúninn í sængunum að núna læt ég það duga að búa bara um rúmið, hendi stundum teppi yfir til fóta og því finnst mér möst að vera með falleg sængurver. Um daginn gerði ég moodboard fyrir svefnherbergi (smella hér) og þá sýndi ég ykkur þetta hérna dásamlega sængurver frá JYSK sem var alveg að heilla mig upp úr skónum…

…en þegar það kom í búðirnar og ég stökk af stað, þá mætti mér þetta hérna,
Amanda – og hún er líka svo gordjöss:

…bæði eru reyndar þannig að það er mismunandi mynstur á hvorri hlið þannig að þá er hægt að leika sér svoldið með útlitið þegar maður býr um rúmið…


…og bæði eru með rennilás sem er líka uppáhalds hjá mér…

…og bæði eru svo einstaklega fögur á að líta…


…þannig að ég mætti heim með báðar týpur, til þess að horfa og spá…



…það sést illa á þessari mynd – en neðra sængurverið er í dökkgráum lit og hefur verið í uppáhaldi hjá mér núna í nokkur ár – og Amanda er því ljósari útgáfan af því…

…og þá var ekkert aftur snúið – því þetta sængurver er eins og það hafi verið gert fyrir herbergið okkar…



…þið afsakið brotin í sængurverinu, en það er svo lítil birta til þess að mynda þessa dagana að ég náði ekki að þvo settið áður en ég myndaði það – en maður grípur þá dagsbirtu sem gefst til að fá betri lýsingu…

…og eins og þið sjáið þá er hægt að leika sér með þetta – hvernig maður snýr bæði koddum og sængum…


…þetta sængurver er líka svo fagurt með litinum á veggjunum, en þetta er Rómó3 frá Slippfélaginu…

…og passar vel við rúmgaflinn…

…svo sjáið þið stóru Bubba-myndina mína sem er svo fögur, en ég fékk hana að gjöf og þykir svo endalaust vænt um hana – og um gefandann…

….ég vona að þið hafið haft gaman að – fengið einhvern innblástur til þess að hreyfa til hlutina inni hjá ykkur og jafnvel gera smá kózý stemmingu! Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.
1 comment for “Svo fögur…”