Mamma Mia! The party…

…stundum eru svona skyndiákvarðanir bara bestar. Stökkva af stað og sjá hvað gerist!
Ein af mínum bestu konum var að fara með hóp af vinkonum sínum til London og þrátt fyrir að hafa verið boðið að koma með, þá þráaðist ég við. Þið vitið, ég vildi ekki vera að troða mér sko – bara vera þæg og góð á mínum reit og rugla engu.

Síðan viku fyrir brottför þá ákvað ég að þetta væri bara ekkert sniðugt. Það gerist ekki neitt ef maður gerir ekki neitt og hvers vegna að sitja og bíða eftir að eitthvað skemmtilegt gerist. Þær skvísur voru á leiðinni í Mamma Mia the party, og eftir að ég sá að það var hægt að kaupa einn miða á sama svæði og þær voru á – þá var ekki aftur snúið. Mæting í Leifsstöð kl 5 að morgni 23.jan…

…við flugum til Stansted og bara það eitt að sjá strax úr lofti í grænt gras gerði alveg alveg helling fyrir sálina, bara hreinlega lyfti henni upp sko…

…og því verður ekki neitað að góður félagsskapur gerir allt betra. Góður félagsskapur, London og matur…

…við komum okkur niður á Oxford stræti, og eyddum þar deginum með farangur á eftir okkur, þar sem að íbúðin sem við leigðum var í Greenwich, og það var fullmikið ferðalag að ætla fram og til baka tvisvar sama daginn. En alls staðar er hægt að detta inn og skemmtilega staði og njóta í fallegu umhverfi…

…við vorum bara með handfarangurstöskur sem auðveldaði það að vera með hana í eftirdragi daglangt…

…svo vorum við svona líka veldressaðar þannig að maður gat tekist á við hvað sem er…

…íbúðin var í Greenwich, staðsetning valin vegna nálægðar við O2-höllina þar sem showið er. En almennt myndi ég mæla með að vera meira miðsvæðis í London, bara svona til að spara sér tíma í ferðir fram og til baka. En það tók alveg um klst í umferðinni í London að komast frá Oxford-stræti þangað sem íbúðin er.
En hins vegar var geggjaður bröns-staður bara fyrir neðan íbúðina sem var ótvíræður plús fyrir okkur…

…föstudeginum var því eytt í Greenwich og við tökum röltið á markaðinn sem þar er, enda alltaf gaman að skoða markaði…

…mikið af fallegum húsum og þarna bara heyrði maður Bridgerton-tónlistina hljóma í eyrunum sko…

…litlir pöbbar og skemmtilegar smábúðir, þar sem ég nældi mér nú í pils…

…svo var komið að því sem beðið var eftir. Eins og sést þá var búið að dressa allan hópinn, ég með stuttum fyrirvara náði að redda svipuðum jakka, en ekki alveg eins, og af stað héldum við…

…sýningin er haldin í O2-höllinni, en þarna eru haldnir fjölmargir tónleikar og sýningar. Auk þess eru matsölustaðir og verslanir í húsinu líka…

Sýningin heitir Mamma Mia! The Party og er sýnd á kvöldin, nema á fös-sun eru tvær sýningar á dag.
Miðinn kostaði 195pund og svo eitthvað örlítið þjónustugjald og inni í því er sýning og matur.
Hægt er að velja um mismunandi svæði að sitja á, en við vorum á Tier A og ég mæli hiklaust með því. En þá er setið á gólfinu eða á fyrstu svölunum í kring. Við vorum t.d. beint á bakvið hljómsveitina.
Mamma Mia! The Party – smella hér!

Húsið opnar 18:30 og það er fínt að vera komin í röðina eitthvað áður. Miðað við kvöldið sem við fórum þá var kl 18:00 fínn tími. Maður veit ekki hvaða borði maður situr á fyrr en í röðinni, en þau eru öll svipuð og það er í raun ekki slæmt sæti í húsinu. Auk þess sem það er verið að syngja og dansa út um allt.

Þegar inn er komið þá færðu fordrykk og það er brauð/pestó/ólífur á borðum til að snarla.
Síðan er komið með grískt salad í forrétt, aðalréttur er svo borin fram og eftirréttur.

…hér sést útsýnið frá borðinu okkar…

…fólk var að skemmta sér svo vel alls staðar, eins og þessi mjög slæma mynd af skvízum á efri hæðinni ber kannski með sér. Einn af leikurunum í sýningunni kom til okkar að spjalla og hafði þungar áhyggjur af því að ég hefði ekki fengið eins jakka og hinar stelpurnar, mjög skemmtilegur og þetta var allt mjög lifandi…

…sýningunni líkur svo svona rétt fyrir kl 22 og þá byrjar bara eitt alls herjar danspartý í húsinu, þannig að ég myndi alltaf gera ráð fyrir að vera þarna til kl 23 í það minnsta.

Sýningin, umgjörðin öll og maturinn var allt bara æði – þetta var svo ótrúlega skemmtilegt kvöld og ég mæli alveg hiklaust með þessu – sérstaklega svona fyrir vinkonuhópa.

Ef eruð ekki í stórum vinkonuhópum þá veit ég að hún Vilma vinkona mín er að fara með hóp kvenna á sýninguna, það er að vísu uppselt í fyrstu ferðina en ég er viss um að þær verða fleiri!
Smella til að skoða!

…enn og aftur, að sjá grænan gróður – það gerir eitthvað dásamlegt fyrir sálina, mér fannst bara ekkert auðvelt að hugsa um að fara í snjóinn sem heima beið…

…eftir rölt á Portobello Market, sem var alveg stappaður af fólki, þá röltum við í Notting Hill og fórum á kránna Churchill Arms, sem er alltaf svo falleg….

…síðan lá leiðin að Buckingham-höll og Big Ben…

…og þegar farið er yfir ánna þá blasir Lonfon Eye við…

…svæðið meðfram ánni er ótrúlega fallegt og bíður upp á alls konar veitingastaði og krár sem hægt er að setjast inn á…

…og við vorum ansi duglegar að kanna barina, svona til að gera smá svona stöðutjékk á þessu öllu…

…seinasta kvöldið okkar og við horfðum yfir á Tower Bridge, sem er alltaf jafn tilkomumikil…

…dásamlegur hópur kvenna sem tók mér opnum örmum og ég er mikið ríkari fyrir að hafa kynnst þeim og aftur, stundum er það best í heimi að láta ýta sér örlítið út fyrir þægindarammann ♥♥
Svo segi ég bara góða helgi – hafið það sem allra best og mest af öllu, verið góð við hvort annað ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *