…mér datt í hug að gera póst þar sem ég tæki saman helstu hlutina úr JYSK sem ég var að nota í þáttunum og sérstaklega benda á sem eru á útsölunni.
Fyrsta rýmið var dömuherbergi á Álftanesi!
Smella hér til að horfa á þættina í heild sinni á Vísir.is!
Hér notaði ég bekk, eða bara toppstykkið af honum og bjó til rúmgafl. Auk þess keypti ég nýtt áklæði utan um rúmbotninn og úr varð bara glænýtt rúm:
Áklæði utan um rúmbotn – JYSK
Bekkur/rúmgafl – JYSK
Sængurverið sem var notað er einmitt á 30% afslætti og er alveg einstaklega fallegt.
Gardína – JYSK
Rúmteppi – JYSK
Kózý teppi – JYSK
Púði – JYSK
Í herberginu voru líka nýjar hillur og fatahengi. Ég notaði tvær hillur saman til þess að fá stærri hillu og það kom svo vel út…
Fatahengi – JYSK
Vegghillur – JYSK
Í þætti 2 var geggjaður hægindastóll, í fallegum grænum lit og til að gera en meira kózý, skemill og motta…
Hægindastóll – JYSK
Motta – JYSK
Skemill – JYSK
Síðan falleg ég nettar vegghillur sem voru alveg snilld fyrir bækur í barnaherbergi…
Í þriðja þættinum vorum við í stofu í Hafnarfirði, og þar notuðum við tvo af geggjuðu Virum skápunum. Þeir eru svo flottir svona tveir saman og njóta sín svo vel…
Eins vorum við með sófaborð úr JYSK, en það var líka ofsalega fallegt þarna inni…
Í þætti fjögur vorum við í svefnherbergi og þar notuðum við geggjaðan bekk frá JYSK, ásamt auðvitað fullt af fleiru…
Sængurfötin fallegu sem við notuðum, þau eru á 49% afslætti á útsölunni og eru alveg draumur…
Þáttur 5 var sjónvarpsrými í Urriðaholtinu og þar notuðum við geggjaða spegla frá JYSK, koma þrír saman í pakka og einn af mínum uppáhalds hlutum – Lydum hliðarborðið…
Speglar 3 saman – JYSK
Hliðarborð – JYSK
Við lukum svo þáttaröðinni í íbúð í Ljósheimum og þar var nú ýmislegt að finna.
Skrautpúði – JYSK
Ílangur skrautpúði – JYSK
Vegghillur – JYSK
Mottan sem dró alveg saman rýmið í stofunni…
Ég vildi síðan finna einhvern þægilegan hægindastól til þess að hafa á móti sófanum og þessi hérna úr JYSK var alveg pörfekt. Passaði svo inni í tíðaranda íbúðarinnar, svona 50s/60s retró.
Í miðju rýmisins er borðstofan, og hringborð var eiginlega augljós kostur þarna inn enda verður þá svo skemmtilegt flæði í rýminu. Þetta borð frá JYSK er líka snilld, svo fallegt og stækkanlegt sem gerir það bara pörfekt!
Borðstofustólar – JYSK
Loftjós – JYSK
Ljósið fann ég í JYSK, svoldið í sama tón og panilveggurinn og skemmtilega retró þarna inni.
Ég var sko að elska þessar vegghillur, svo geggjaðar svona tvær saman…
…þið getið svo horfa á alla þættina hér að neðan:
…og til að lesa um hvern þátt þá smellið þið hér!
Vona að þið hafið haft gaman að þessari samantekt – njótið restarinnar af helginni! ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!