Stofa og borðstofa – moodboard…

…eins og margar ykkar vita, þá er ég alltaf að leita mér að nýjum sófa hérna heim til okkar. Pínu mikið erfiðara að velja fyrir sjálfa sig en að velja fyrir aðra. Hvaða vesen er það?
En það er geggjuð útsala í gangi í Húsgagnahöllinni og ég var, eins og svo oft áður, að skoða sófa og sá þrjá ólíka sem voru að heilla, en allir mjög ólíkir. Ég ákveð því að setja saman fyrir ykkur moodboard að stofu og borðstofu, með nokkrum skrautmunum og því sem var að heilla.

Smella hér til að skoða stærri afslættina!
Smella til að skoða sófa á afslætti!

Fyrstur var það þessi hérna ljósi tungusófi. Mjög svo stílhreinn og fallegur, auðvelt að breyta útlitinu sem ólíkum púðum og svo er skemill með. Skemill er alltaf plús, þá er hægt að setja stóran bakka á hann og nota sem sófaborð – mjög fallegt…

Smella fyrir Enjoy sófa!

Þennan er ekki eins auðvelt að breyta með, en mikið afskaplega er þetta fallegur litur. Fullt af djúsí púðum sem fylgja og hann er bara svo mikið “statement piece” í stofu. Alveg æðislegur og aftur fylgir með skemill. Fæst líka í fleiri litum og útfærslum…

Smella fyrir Nelson sófa!

En að lokum þá var það þessi djúpgræni sem varð fyrir valinu. En mér finnst hann alveg ótrúlega fallegur og tímalaus eitthvað. Svona stunginn sófi er alltaf mjög heillandi og skemillinn sömuleiðis. Fæst líka í auðu og í beige lit..

Smella fyrir Bob sófa!

Yfir sófa er alltaf fallegt að setja listaverk, og þessar myndir eru svo flottar. Væri hægt að nota þær tvær saman eða bara aðra, nú eða tvær af þeirri sem þú fílar best.

Smella fyrir Kare Shadows myndir!

Falleg sófaborð gera svo mikið og þessi hérna eru einföld, en samt mjög massíf og flott.
Þau koma líka í dökkum lit.

Smella fyrir Adda sófaborð!

En þessi hérna eru líka alveg draumur og svo ótrúlega spes.
Náttúruleg lögun þeirra gerir þau svo einstök.

Smella fyrir Jakobsdal Elba sófaborð!

Standlampar eru ótrúlega skemmtileg viðbót í rými, og óbein lýsing er alltaf meiri stemming en loftljósin.

Smella fyrir Kare standlampa!

Motturnar úr línunni frá Rut Kára eru hver annari fallegri og það sem meira er,
þær eru enn fallegri í sjón en svona af mynd!

Smella fyrir Kyrrð mottu!

Aftur fallegir lampar, þessi hérna er sérlega fagur og gullinn!

Smella fyrir Riverdake Essy borðlampa!

Svo er það skrautblómin sem geta gert svo mikið fyrir rýmið, og meira grænt með sófanum er bónus.

Smella til að skoða skrautblóm – strá!
Smella til að skoða skrautblóm – ólífutré!

Svo þar auðvitað fallega potta, og ef við veljum nógu stóra potta – eða potta á fæti þá eru þeir oft nógu voldugir til að standa á gólfi.

Smella fyrir blómapott á fæti!
Smella fyrir stóran svartan pott!

Útkoman á stofunni sjálfri verður þá nokkurn vegin svona, en þá vantar borðstofuna við…

Ég skoðaði tvo brúna stóla sem voru báðir mjög heillandi, og sérstaklega þykir mér svona brúnn leðurlíkisstóll koma vel út með græna sófanum sem ég valdi…

Smella Waylor Stripe fyrir stól!
Smella fyrir More stól!

En ég valdi sömu týpu í beige lit, en mér þótti þeir tóna svo vel við mottuna sem er inni í stofunni, það er alltaf gott að tengja svona rýmin aðeins saman ef kostur er. Þessir stólar eru líka á alveg geggjuðu verði núna.

Smella fyrir More stól!

Nola línan hefur verið mjög vinsæl, en það er hægt að fá borðstofuborð, sófaborð og skenka í henni. Auk þess er hún í nokkrum viðarlitum. Hringborðið þykir mér sérlega fallegt og ekki er verra að hægt er að stækka það!

Smella fyrir Nola línuna!

En mig langaði að nota borð sem væri meira “opið” og þegar ég rak augun í þetta hérna þá var rétta borðið komið. Svo einstaklega fallegt og þessir fætur eru draumur!

Smella fyrir Stella borð!

Borðin koma í mismunandi litum, hægt að fá stækkunarplötur og svo eru líka til snúningsdiskar ofan á.

Fallegar ljósakrónur eru eins og skartgripir – þær bara gera rýmið tilbúið. Þessi hérna er dásemd!

Smella fyrir Kare ljósakrónu!

Þessi skenkur er líka alveg einstaklega flottur, þessar hurðar gera hann bara að listaverki!

Smella fyrir Latina skenk!

Flottir vínrekkar geta auðveldlega verið stofustáss, og ef við setjum saman 2 eða fleiri, þá verða þeir hálfgerð mubla á vegg.

Smella fyrir Kare Cape Town vínhillu!

Annað dúó af myndum sem mér þóttu fallegar og stílhreinar, en samt gefa smá lit og áferð inn í rými.

Smella fyrir Kare Lontano myndir!

…og hér er þá borðstofan röðuð saman í eina mynd…

…og útkoman er þá þessi, þegar allt er sett saman –
held að þetta gæti bara orðið ein gordjöss stofa – Love it ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *