Útsöluinnlit í JYSK á Smáratorgi…

……í vikunni fór ég í JYSK á Smáratorgi til þess að stilla upp á nokkrum borðum. Rétt eins mér finnst yndislegt að fríska allt upp eftir jólin, þá var ótrúlega gaman að skella upp nýjum fíling á pallana, léttara og ferskara eftir jólatímann. Mér finnst það alveg geggjað ♥ Síðan kíkjum við líka saman á útsöluna sem er í fullum gangi…

…mig langaði því að nota liti og fann mynd sem heitir Flower Market, smella hér, og endaði hún með að vera eiginleg bara innblásturinn á fyrsta borðið…

…litirnir á blómunum eru svona bláir og muskulegur bleikur, auk þess að bakgrunnurinn er fallega bleikur. Þannig varð litapallettan til fyrir allt borðið – bleiku púðarnir, blómin og auðvitað fallegi diskurinn á fæti…

Skrautvörur – smella hér!

…en það er líka ótrúlega mikið til í þessum fallega bláa lit, púðar – kerti og vasar…

…næsta borð var öllu einfaldara. En þar var ég mest
með brúnt og hvítt, keramik/postulín og svo bast/við með…

…eitt af því sem mér finnst sérstaklega fallegt er að setja gerviorkideurnar tvær saman í bastpottinn, það kemur svo vel út að mínu mati…

Orkideur – smella hér!
Bastpottur – smella hér!

…kertastjakinn er líka alltaf jafn fallegur…

…þessi sófi er alltaf fallegur, svo stílhreinn og þessir
pastellitir í púðunum eru svo flottir með litinum á veggjunum. Hann kemur í einingum og því hægt að raða saman eftir hentugleikum…

Skejby sófareiningar – smella hér!

…sömuleiðis er þessi hægindastóll eitthvað annað kózý sko…

Hvilsted hægindastóll – smella hér!

…þetta borðstofuborð með svona marmaraútliti er alltaf fallegt og svo er til skenkur í sama stíl…

Krondal línan – smella hér!

…en ég var síðan mjög hrifin af þessum hérna borðstofustólum, og líka mjög þægilegir…

Maribo stólar – smella hér!

…annað fallegt borðstofuborð og þessir brúnu leðurstólar eru gordjöss. Líka gaman að hafa endastólana svona aðeins öðruvísi og þeir eru líka með snúningssetu sem er snilld…

Borðstofuborð – smella hér!
Brúnir stólar – smella hér!
Brúnn stóll með snúningssetu – smella hér!

…fallegur sófi í beige lit en ég er síðan alltaf svo hrifin af þessum speglum á veggnum, en þeir koma þrír saman í pakka…

Speglar þrír saman – smella hér!

…eins er þessi hægindastóll tímalaus og svo er skemillinn mjög kózý…

Hægindastóll – smella hér!
Skemill – smella hér!

…þetta eikarborð er líka að koma mjög fallega út…

Gribskov borðstofuborð – smella hér!

…Lido-sófinn er svo flottur, og kemur í tveimur öðrum litum líka…

Lido sófar – smella hér!

…sjáið líka hérna hvað hann er stílhreinn og flottur aftan á…

…ég held að það hafi aldrei verið meira úrval af borðstofustólum, en það er alveg ótrúlega mikið af flottum til núna…

Borðstofustólar – smella hér!

Grænn stóll – smella hér!
Beige stóll – smella hér!
Stóll á snúningsfæti – smella hér!

…þetta borð er líka geggjað, kemur líka í dökkum lit, hringborð sem er auðvelt að stækka vel…

Örebro hringborð – smella hér!

…þessir höfðagaflar eru í miklu uppáhaldi hjá mér – en þeir koma alveg upp í ca 270cm að lengd sem þýðir að þú getur sett þá bara yfir vegginnn á bakvið rúmið. Haft t.d. náttborðin fyrir framan gaflinn sem kemur alltaf mjög vel út…

Superior höfðagaflar – smella hér!

…eins eru til nokkrar rúmgrindur með geymslurými undir og það finnst mér alltaf sérstaklega mikið sniðug nýting á plássi…

Smella til að skoða rúmgrindur!

…aftur er úrvalið alveg sérstaklega gott núna, úrval í týpum, litum og efnum…

…hér er einmitt Lido sófinn aftur í hinum litunum…

Lido sófar – smellla hér!

…margir flottir hægindastólar til, en þessi “bangsastóll” og þessi röndótti eru að heilla mig mikið…

Röndóttur stóll – smella hér!
“Bangsastóll” – smella hér!
Hægindastólar – smella hér!

…eitt sem er líka snilld að það er mikið af sófum í smærri kantinum, eitthvað sem ég hef verið skoða eins og fyrir herbergið hennar mömmu á Hrafnistu…

Egedal sófar – smella hér!

…ég stoppaði líka við þennan sófa, en mér þykir hann mjög fallegur og hann er líka svefnsófi, sem er snilld…

…enda síðan á þessu borði sem ég setti líka upp, en það er svo sem frekar einfalt, en mig langaði að stilla upp nýju litlu vösunum og þessi púði er alltaf uppáhalds…

…þessir vasar eru svo flottir og sérstaklega til að para með öðrum saman í grúbbu…

…svo er það vel þess virði að taka röltið og skoða í verslununum, en það er einstaklega mikið af flottri smávöru/skrautvörum sem er líka til núna…

…og ekki má gleyma alls konar fallegt í eldhúsið, það eru nokkrar týpur af matardiskum og alls konar með sem er mjög spennandi…

……vona að þið eigið dásamlega helgi í vændum ♥

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *