…ég held ég verði bara að flytja erlendis, því hér á þessum myndum er allt saman eins fagurt og hægt er að hugsa sér. Ofsalega mikið af fallegum bogadregnum línum í gluggum og hurðum, þannig að þessi póstur er fullur af bitum og bogum…

…þessi stofa er alveg hreint draumur, hlutlaus litapalletta en samt svo mikill hlýleiki í áferðinni og efnisvali…

…og auðvitað eru bitar í lofti alltaf einstaklega kózý…

…sjáið bara þetta eldhús…

…þetta er bara fullkomið, bæði allt innandyra og svo að sjá út um gluggann…

…og allir þessir bogadregnu gluggar…

…morgunverðarhorn sem væri hægt að njóta til fullnustu…

…mér þykir fátt fallegra en svona vínviður sem vex utanhúss, en maðurinn minn hugsar bara – hvernig er að sinna viðhaldi á þessu…


…dýrðlegt eldhús og sérstaklega þessir gluggar…

…aftur – sjáið þessa fegurð!

…bogaform á speglinum , rétt eins og á hurðinni…

…bitar í lofti…

..já takk…

…mjúk sveigan í stiganum…

…og þetta bogadregna baðskot – flísarnar eru líka æði…

…hér rétt sést í bogann, en þessi blái litur með dökka viðnum var bara svo draumkenndur…

…svo margt fallegt til, ekki sammála?

Allar myndirnar koma af síðunni https://www.facebook.com/architecturewave