Roadtrip um USA…

…er núna á dagskrá hjá okkur hjónunum ásamt einkasyninum. Við erum að fljúga til Raleigh í Norður Karólínu og ætlum síðan að eyða 11 dögum í að keyra og skoða og borða og bara almennt hafa gaman.

Upphaflega planið okkar var að keyra beint frá Raleigh niður að Mexíkóflóa og skoða New Orleans, en ef ef við hefðum haldið því plani þá hefðum við þurft að keyra ca 6-8klst á hverjum degi til þess að ná að komast þann hring sem við vildum fara.

Þetta fannst okkur of mikil keyrsla og því var ákveðið að fljúga frá Raleigh og yfir til Dallas næsta morgun. Það þýðir að við erum árla morguns komin til Dallas og ætlum við að leyfa syninum, og auðvitað blekki ég engann – mér líka, að kíkja í outlet mall (og auðvitað Target) strax á fyrsta degi. Síðan að kveldi dags þá keyrum við niður til Waco, TX, og þar eru nú stóra ástæðan fyrir þessari ferð okkar.

Síðan 2015 hef ég verið að fylgjast með Joanna Gaines og manninum hennar Chip, en þá sá ég í fyrsta sinn Fixer Upper þættina. Síðan þá hafa þau byggt upp þvílíka stórveldið og í Waco eru bækistöðvarnar. Þar eru þau með búðina sína Magnolia, ásamt bakaríi og fleiri verslunum.

Þau hafa líka tekið í gegn fjölda húsa í Waco og eitt þeirra, Kastalinn, er opinn til skoðanna og er það á planinu mínu, Smella til að skoða kastalann.

Þau eru líka með hótel og ýmislegt annað þarna sem verður gaman að skoða – þannig að fyrir mig er þetta svona hálfgerð pílagrímsferð.

Eftir Waco erum við með opna dagskrá. Við ætlum bara að keyra og skoða það sem okkur langar, panta hótel í hádeginu fyrir nóttina á hverjum degi og njóta þess að vera til.
Einn af þeim stöðum sem við erum að skoða er Fort Worth.

Síðan er það Dallas, en ég vil sjá þar sem JFK mætti örlögum sínum 1963 og okkur “gömlu” langar svoldið að sjá Southfork með eigin augum, svona þar sem Ewing fjölskyldan mætti sínum örlögum.

Frá Dallas er planið að keyra til Memphis og þar er Graceland efst á lista. Það er ekki hægt að fara þarna án þess að heimsækja kónginn sjálfann.

Næst er það Nashville, við þurfum að sjá þetta allt með eigin augum.

Knoxille er svo eftir það og í beinu framhaldi langar mig að fara til Dollywood þar sem Dolly Parton er með heilan skemmtigerð.

Síðan liggur leið okkar aftur til Raleigh þaðan sem við fljúgum aftur heim.

Svona er planið, mjög svo opið fyrir breytingum og ef þið vitið um eitthvað “most” að skoða á þessari leið þá megið þið svo gjarna deila því með mér

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *