Moodboard fyrir svefnherbergi…

…ég rak augun í ný rúmföt sem eru væntanleg í JYSK á næstunni og heilluðu mig alveg upp úr skónum. Svo mikið að ég fór að hugsa um hvernig herbergi þar sem þau fengu að njóta sín og úr varð fyrsta moodboard ársins 2025. En það er nú bara skemmtilegt að byrja það á kózý stemmingu…

Hérna eru þessi dásemdar rúmföt, sem eru væntanleg í JYSK á næstu dögum. Þau eru svo falleg á litin og með svo fallegu blómamynstri, en svo eru þau einlit með örfínum röndum öðru megin og því gaman að breyta til þegar maður býr um – elska!

Smella til að skoða rúmföt!

//samstarf

…bekkir eru líka alltaf svo fallegir í svefnherbergi, og hér eru tveir sem kæmu til greina…

Smella fyrir bekk!
Smella fyrir bogabekk!

…fallegar körfur eru alltaf snilld til þess að skipuleggja. Hægt að rúlla upp kózýpeysum eða geyma veski…

Smella fyrir körfu!

…fallegir fylgihlutir gera alltaf svo mikið, og þessi blómapottur er í algjöru uppáhaldi hjá mér, og reyndar líka kertastjakinn…

Smella fyrir blómapott!

…mig langaði svo í dökkan við mig og mér fannst þessi skápur alveg eins og sniðinn við. Það væri svo geggjað að stilla upp fallegum skóm og töskum í svona skáp…

Smella til að skoða glerskáp!

…önnur ný vara er þessi hérna hægindastóll. Ekkert mjög stór eða fyrirferðamikill, en það sem hann er fagur!

…skellum svo inn smá svona boho-vibe í mottunni, ekkert of brjálað því það er mikið mynstur í sængurverunum…

Smella fyrir mottu!

…rúmgaflar gera svefnherbergi kózý og þessir eru til extra stórir og hægt að láta þá ná út fyrir náttborðin líka, það finnst mér æði!

Smella fyrir rúmgafl!

…tvo ný sófaborð sem ég stoppaði líka við, svo flott og hærra borðið væri æðislegt sem náttborð…

Smella fyrir hærra borðið!
Smella fyrir stærra borðið!

…að lokum fallegar þunnar gardínur fyrir gluggana, og þessar í beige er kjörnar við…

Smella fyrir Unnen gardínur!

…svo má bæta við alls konar smá vösum og fínerí!

Smella fyrir skrautvörur!

…….það er svo mikið möst að eiga falleg og notaleg svefnherbergi, og eins og ég hef svo oft sagt – þá vilja þetta oft vera herbergin sem sitja á hakanum. Við erum alltaf að klára fyrst fyrir krakkana, svo þarf að kaupa nýtt sjónvarp, skipta út eldhúsinu.  En það sem þarf er í raun bara fernt:

Mála veggina
Gardínur og falleg rúmföt
Lampar (í réttri stærð)
Bónus, sem getur breytt öllu: HÖFÐAGAFL eða falleg rúmgrind

og svo þegar þetta kemur allt heim og saman, þá er þetta útkoman – smellur allt saman!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *