Innlit á útsölu í Dorma…

…en ég fór niður í Dorma á Smáratorg, eftir að hafa spurt ykkur inni á Instagram hvað þið vilduð helst fá að sjá í þessu innliti. Meðal þess sem þið báðuð um að skoða voru dýnur, rúmgaflar, sófar og sófaborð. Þannig að ég var með það í huga og deildi því með ykkur í gær á instagram. En smellum okkur í þetta…

//samstarf

…eins og þið vitið margar þá erum við hjónin með Elegance dýnuna frá Dorma, og erum alltaf svo ánægð með hana. Þið getið skoðað póst um þetta hérna: smella hér!

Elegance heilsudýnan er sérlega vönduð heilsudýna sem veitir góðan stuðning. Hún er með 5 svæðaskiptu pokagormakerfi samsettu úr 19 cm háum gormum. Hæð gormanna veitir þér enn meiri stuðninginn og gerir aðlögunina einstaklega góða.

…mér er mjög umhugað um að passa upp á að dýnan sé í lagi, þar sem við áttum gömlu dýnuna okkar alltof lengi (20ár) og ég var með þvílíka bakverki sem að löguðust þegar ég fór að sofa á nýrri dýnu. En ráðlagt er að skipta um dýnur á 7-9ára fresti. Þegar ég skoðaði dýnurnar þá fór Svava verslunarstjóri að segja mér allt um Sealy dýnurnar og hún getur bara ekki mælt nóg með þeim. En Sealy er númer 1 þegar kemur að mest seldu heilsudýnum í Ameríku. Ein af ástæðum þess að fólk velur Sealy framyfir önnur vörumerki er sú að framleiðslan er byggð á vísindum og milljónir treysta henni. Hvort sem þér henti gormar, svampur eða blanda af báðu hefur Sealy dýnuna sem styður við þínar þarfir ☁️
Hægt er að kíkja á úrvalið hér:
https://dorma.is/sealy/

Það eru mismunandi týpur sem hafa allar sýna sérstöðu og því ætti að vera hægt að finna hina fullkomnu dýnu fyrir flesta. Þær eru t.d. til með kælitækni sem hentar fyrir þá sem eru á breytingarskeiðinu.

Sealy Portland City Posturepedic dýnan er með góðum og sterkum poka­gormum og kantstyrkingum. Hún er millistíf og með pillow top úr mismunandi stífum svamplögum og trefja lagi. Mýkt á móti stífum og góðum gormum. Áklæðið er mjúkt og gott bómullar­áklæði sem andar einstaklega vel. Dýna sem hentar öllum sem vilja gæða vörumerki og vandaða vöru.

Sealy Lovell er vönduð heilsudýna fyrir þau sem vilja mikinn og góðan stuðning. Dýnan er með með áklæði sem andar einstaklega vel. Það er gert úr hágæða bómull með nýrri tækni; Feran Ice. Tæknin veitir einstaka öndun, kælir svefnsvæði þitt og hjálpar þér þannig að ná dýpri og betri svefni þar sem hitastig þitt helst lægra alla nóttina. En ein helsta orsök slæms svefns er of hár líkamshiti.
Sealy Lovell styður einstaklega vel við þig. Mismunandi svamplög aðlagast líkama þínum og lag af Pulse latexi gefur aukna fjöðrun og góða mýkt. Í efstu lögum dýnunnar er bómull og trefjar sem tryggja einstaka öndun og mýkt í dýnunni. Sealy Lovell er millistíf og hentar öllum svefnstellingum.

Sealy Victories Posturepedic Plus dýnan er gerð úr nýju háþróuðu gormakerfi frá Sealy sem inniheldur 18 cm háa pokagorma en um 2000 gormar eru í dýnunni. Ástæðan er einföld, betri aðlögun og ending.
Ofan á gormakerfi dýnunnar eru lögð fimm mismunandi lög; minnissvampur með kælingu sem og af öðrum þægindasvampi sem gerir dýnuna einstaklega þægilega. Aukalag af svampi liggur svo yfir miðjusvæðið sem er byggð á Posturepedic Plus tækninni, sem gerir dýnuna einstaka. Áklæði dýnunnar er gert með nýrri Feran Ice tækni sem gefur kælingu og öndun sem skilar sér í mun betri svefni. Áklæðið er bakteríudrepandi og öll efni í dýnunni eru vottuð því eru engin skaðleg efni í henni, hvorki í svampi né áklæði og kolefnisspor hennar er í lágmarki.

Nýja Sealy Woodlake Posturepedic Plus dýnan er gerð úr hágæða efnum og einstakri (einkaleyfisvarinni) tækni frá Sealy. Posturepedic Plus tæknin í dýnunni gefur einstakan stuðning við mjóbak og mjaðmasvæði sem spilar einkar vel saman við háþróað gormakerfi dýnunnar.Minnissvampur með kæligeli dreifir þyngd þinni um dýnuna og aðlagast líkama þínum. Lag af Pulse latexi gefur aukna fjöðrun og góða mýkt. Ofan á minnissvampinn er svo sett lag af ull sem gerir öndunina í gegnum dýnuna mun skilvirkari og betri.

Sealy Shelmore heilsudýnan er með áklæði sem andar einstaklega vel. Það er gert úr hágæða bómull með nýrri tækni; Feran Ice. Tæknin veitir einstaka öndun, kælir svefnsvæðið og hjálpar þér að ná dýpri og betri svefni þar sem hitastig þitt helst lægra alla nóttina. Ein helsta orsök slæms svefns er of hár líkamshiti.
Shelmore er millistíf gormadýna með einstaklega þægilegri áfastri yfirdýnu sem lagar sig að líkama þínum. Sealy hefur lagt mikla vinnu í þróun á gormakerfum sínum. Í Shelmore eru 18 cm háir pokagormar með svæðaskiptu, sjö svæða, gormakerfi svo þú hvílist sem best. Gormarnir eru misstífir og misþykkir eftir staðsetningu þeirra í dýnunni. Þannig færðu mikinn og góðan stuðning fyrir þau svæði líkamans sem hann þurfa. Einnig finnur þú mun minna fyrir hreyfingum rekkjunautar þíns í Shelmore. Nokkur mismunandi svamplög ásamt lagi af minnisvampi veitir þér þá slökun sem þú þarft með því að lagast þægilega að líkama þínum.

…og svo þegar dýnan hefur verið valinn þá er bara að finna réttu rúmgrindina eða rúmgaflinn til þess að fullkomna allt. Rúmgrindurnar eru þannig að þú færð bæði gafl og botn í stíl, auðvitað!

Smella hér til að skoða rúmgrindur!

Þessi grind heitir Lilja og mér finnst hún alveg sérlega falleg, þessi litur er svo mildur og mjúkur:
Smella til að skoða Lilju!

…síðan voru að koma alveg nýir rúmgaflar sem mér þykja gordjöss, koma í nokkrum litum og áklæðum og eru svo flottir:
Smella til að skoða Verona!

…og hér er ljósa útgáfan, svo flott!

Parisar-rúmgaflinn þekkja orðið margir og hann var líka að koma í ljósum lit. Viðeigandi heiti því hann er sérlega franskur að sjá í þessum ljósa tón:
Smella fyrir Paris!

Svo er gott að muna að ef þið kaupið rúmgafl, þá er hægt að kaupa áklæði utan um botninn á rúminu:
Smella fyrir áklæði utan um rúmbotna!

…eftir að hafa verið alltof lengi í dýnu og rúmgaflaskoðunum þá rak ég augun í þennan sófa, úffff hvað mér finnst hann fallegur – og skammelið við er dásamlegt. Bara stór bakki ofan á og þá er það fullkomið sófaborð með:
Smella til að skoða Minu sófa!

…og þá var ég komin í sófa og sófaborðspælingar, og hérna sést eitt fallegt:
Smella fyrir Yale sófaborð!

…Boavista sófaborðið er sérlega stílhreint og fallegt, þessir fætur eru alveg dásemd og akkurat pláss undir þar sem hægt er að renna skemil eða kolli, nú eða bara körfu með teppum…

…kemur líka í dökkum við:
Smella hér til að skoða!

…Opus sófinn kemur líka í mörgum útfærslum og litum – þið getið skoðað þá með því að smella hér:
Opus sófar

…Mega sófarnir hafa verið þeir allra vinsælustu hjá Dorma ✨ Sérlega kósí sófar í slitgóðu Full Mito áklæði sem fæst í tveimur tónum. U-sófarnir fást í tveimur stærðum, hefðbundnir stórir og svo „litlir“, sem eru þó enn mjög veglegir. Þeir koma í hægri eða vinstri útgáfu. Í baki Mega sófanna er fjöldi lausra púða sem veitir þér enn meiri þægindi.
Kíktu í Mega sófana hér ➡ https://dorma.is/vara-merking/mega/

Sérlega kósí u-sófi í slitgóðu Full Mito áklæði sem fæst í tveimur tónum.
Sófinn fæst í hægri eða vinstri útgáfu. Í baki Mega sófanna er fjöldi lausra púða sem veitir þér enn meiri þægindi.


Einnig má fá aukahluti við sófann en það er fátt þægilegra en að geta hallað sér aftur og lagt höfuðið á hnakkapúða. Svo eru til skammel sem smellpassa við sófana og eru himnasending undir þreytta fætur🙏
https://dorma.is/vara-merking/mega/

….þessi brúni litur er eitthvað svo heillandi, og mottan svona hvít undir – pörfekt!
Smella hér fyrir mottur!

…Licata sófarnir eru á góðu verði, nettir en samt er svo þægilegir. Þeir koma 2ja,3ja sæta og sem horn-, tungu- eða u-sófar. Í Licata línunni fást líka stakir hægindastólar, skammel og hnakkapúðar fyrir enn meiri þægindi. Fætur sófanna eru allir grannir en sterkir úr svörtu járni. Seta og bak beggja sófanna sem og stólanna eru lausar pullur sem sitja þó vel og renna ekki. Innra byrði er úr endingargóðum, kaldpressuðum svampi, þá trefjafyllingu og loks mjúku yfirlagi.

…hérna sjáið þið líka stóru u-sófa útgáfuna, þessi er svo flottur og svo þægilegur líka:
Smella til að skoða Licata!

…þetta ólífutré finnst mér líka alveg ofsalega fallegt…

…og verandi sérlega aðdáandi skemla og bekkja, þá voru þessir tveir að heilla…

…og almennt þá er ég svo hrifin af svona kollum og það eru alls konar til:
Smella til að skoða!

…svo eru auðvitað fullt af fleiri sófum, þannig að ég held að flestir finni eitthvað heillandi þarna…

…og það er alltaf gaman að skoða í Dorma, því að búðin er fallega uppstillt og gefur alls konar hugmyndir…

…mér þóttu þessar luktir sérlega fagrar og glam eitthvað…

…síðan tók ég eftir að fatahengið sem ég notaði í herbergið hennar Guðrúnar Veigu fæst enn í Dorma:
Smella til að skoða!

…hún Svava var líka sérlega spennt yfir nýju kózý inniskónum sem fást hjá þeim núna:
SUNNA heilsuinniskórnir eru með innbyggðu 9 svæða nuddinnleggi 👣 Svo ótrúlega þægilegir og koma í 4 flottum litum!

…það er til svo mikið af flottum jólatrjám og greinum, og allt komið á 70% afslátt – fínt að hamstra fyrir næstu jól sko!

…læt þetta duga í bili, en ég tók endalaust af myndum enda mikið að skoða!
Vona að þið eigið yndislega helgi framundan ♥♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *