Hugmyndir að veggpanilum…

…ég var að skoða alls konar hugmyndir sem viðkoma viðarpanilum, svona hljóðvistarplötum sem fást t.d. í Bauhaus og víðar. Það eru margir sem hafa sett þær á heila veggi, bæði í svefnherbergjum og í sjónvarpsrýmum. En hér koma nokkra hugmyndir sem eiga það sameiginlegt að það er verið að nota plöturnar svona “til áherslu”, ekki á heilan flöt heldur svona sem veggskreytingar.

Allar myndirnar koma frá Pinterest og eru ekki í minni eigu eða af rýmum sem ég hef gert.

Hér er plata sett á bakvið veggljós. Snilldar hugmynd ef þig langar að koma upp veggljósi en ert ekki með tengingu fyrir ljósið á vegg. Þarna er hægt að fela allar snúrur á bakvið plötuna.

Önnur hugmynd sem mér þykir einstaklega falleg. Veggfóður á heilum vegg og síðan eru veggplöturnar á neðri hluta veggjar, kemur líka veg út að setja lýsinguna með.

Þið getið smella hér til að skoða falleg veggfóður hjá Slippfélaginu!

Hér eru settar stoðir á bakvið veggpanilinn til þess að dýpka hann og því hægt að setja vegghillu eftir öllum veggnum, aftur mjög fallegt og skemmtileg leið til þess að koma með skraut inn í rýmið.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst svoldið mikið að ske á þessum vegg. Sjálf hefði ég kosið að hafa snyrtiborðið og veggskrautið annarsstaðar. En svo fallegt að hafa vegginn og panilinn svona í sama litartón og svo djúsí rúmgafl fyrir framan.

Einföld lausn. Veggplöturnar mynda rúmgaflinn og að láta þær ná alveg upp í loft ýkir alla lofthæð inni í rýminu. Það virkar hærra til lofts.

Svipuð hugmynd og með hillunni hér að ofan, nema í dökku – kemur líka svo fallega út.

Önnur skemmtileg lausn, veggurinn er með plötum að hluta og svo kemur listaverk á vegginn að móti – svona til að búa til jafnvægi þegar maður horfir á vegginn. Finnst þetta koma mjög fallega út

ps. þætti ótrúlega vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum – það er mér mjög dýrmætt! ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *