Gamlársdagur…

…er mér alltaf pínulítið erfiður. Það er eitthvað svona ljúfsárt við hann sem veldur því að ég verð alltaf pínulítið trist á gamlárs, eru fleiri sem tengja við þessa líðan?

…þessir eru reyndar ekkert að hafa áhyggjur af því hvaða dagur er, maður ætti stundum að taka þá sér til fyrirmyndar…

…en gamlársdegi er alltaf eytt með þessu þegar hægt er, en mamma og pabbi eiga brúðkaupsafmæli þá og í ár voru það heil 62 ár takk fyrir sælir, ótrúlegt að hann pabbi sé að verða 90 ára eftir 3 mánuði og mamma 88 ára seinna á árinu…

…og eins og alltaf þá fá þau blómvönd…

…síðan var lagt á borð fyrir gamlársmatinn, en yndislegu tengdaforeldar mínir voru með okkur…

…ég setti mér markmið að kaupa ekkert nýtt fyrir borðið og stóð við það. En ég geymi allt skraut á milli ára, bæði hatta og annað…

…ég var með allt í svona frekar miklu natur þema, var eitthvað mikið í jarðartónum og alls ekki miklum glamúr þetta árið – aldrei þessu vant…

…þið sjáið það hérna í dagsbirtu. En löberarnir eru gamlir úr JYSK, en ég held að þeir hafi verið til núna í ár líka. En svo setti ég líka glimmer stjörnur yfir dúkinn þannig að það kom skemmtilega út…

…tilbúin í gamlárskvöldið…

…ég fékk síðan geggjaða áramótaköku í 17sortum og bakka með smábitum…

…dreifði úr smábotunum á bakka og bætti við lakkrístoppum, jarðarberjum og kókósbollum…

…þannig að útkoman var bæði gómsæt og líka mjög svo hátíðleg við þetta tækifæri…

…ég og litli minn ♥♥…

…það sem ég er stolt af þessum tveimur börnum mínum, það er erfitt að koma því í orð, en þau eru það allra dýrmætasta sem ég á í þessum heimi ♥ og svo eru reyndar þessir tveir hvuttar okkar dásamlegir…

…og famelían samankomin – og alltaf er ég áberandi minnst, í hælunum mínum samt…

…og svo kom það, nýja árið 2025! Ég verð bara meyr í hjartanu að hugsa um að ég er búin að vera að skrifa hingað inn núna í 12 ár og allt sem hefur gerst á þessum tíma. Ég er svo endalaust þakklát fyrir ykkur sem fylgist með, alla vináttuna og stuðningin sem þið hafið veitt mér í gegnum þetta allt!
Takk fyrir gömlu árin og ég vona svo sannarlega að nýtt ár komi til með að fara ljúfum höndum um ykkur, gleðilegt ár! ♥♥

…svo gæti það hafa gerst í gær að ég sprakk á limminu og pakkaði saman jólaskrauti! En meira um það síðar 😉

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

1 comment for “Gamlársdagur…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    02.01.2025 at 17:14

    Frábærir póstanir frá þér á Skreytum Hús og alltaf jafn gaman að lesa þá reglulega 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *