…úúúúú ég fann svo flottar myndir frá JYSK af áramótaborðum og fannst alveg kjörið að deila þeim með ykkur. Þvílíka stemmingin!
Bæði borðin eiga það þó sameiginlegt að þú ert ekkert mikið að sjá þá sem sitja andspænis þér við borðið, en þetta er auðvitað fært í stílinn fyrir myndatöku og því kjörið að minnka bara aðeins blómin svo þú getir spjallað við fólk. Svo er bara að gera þetta eins og manni hentar best!
Sjálfri finnst mér þetta ótrúlega skemmtileg hugmynd, margir vasar en allir bara með hvítum blómum. Útkoman verður stílhrein og hátíðleg.
Þarna er greinilega mikið ostrupartý í gangi og því gaman að nota skálar og skreyta með skeljunum.
Hér eru tvær stórar skálar fylltar með klökum og ostrurnar eru settar í.
Þetta kemur mjög fallega út.
Einfaldar merkingar ofan í skálunum með nöfnum veislugesta.
Mér finnst líka svo fallegt að nota svona einfalda slaufu utan um servéttuna, kemur æðislega út.
Hér týndi ég svo til nokkra af þeim hlutum sem notaðir
eru þannig að þið getið skoðað þá á heimasíðu JYSK:
- Gardína
- Tauservéttur
- Svartur vasi
- Vasi með haldi
- Ferdus diskar
- Lítil kertaglös
- Kertastjakar
- Stór brún skál
- Hvít skeljaskál
- Hvítar/gráar skálar
- Vasar
Næsta borð og hér er allt annað vibe í gangi og ég er að elska það ♥♥♥
Frábært trix til að gera öðruvísi borð er að finna fallegan gardínuvæng og nota sem dúk, það er oft ódýrara og hægt að fá meira og breiðara úrval! T.d. fyrir þetta borð mæli ég með Austra velúrvæng í bleiku, en líka hægt að fá bláan og grænan t.d.
Það kemur alltaf fallega út að nota mismunandi kertastjaka, og sérstaklega að blanda saman fyrir venjuleg kerti og sprittkerti. Eins er búið að klippa út fallegt skraut á stjakann hérna.
Hér eru notuð viskustykki sem tauservéttur, snilldar lausn og mjög fallegt.
Litlir bakkar eru líka sérlega fallegir og gullið kemur með smá bling inn á milli.
Litlar skálar geta geymt hnetur, skraut nú eða meðlæti.
Litlir vasar með gerviblómum.
Hér er síðan listi yfir það sem við sjáum á borðinu:
- Bleikar skálar
- Litlir vasar
- Kertastjaki í gulu
- Viskustykki
- Brúnn kertasjaki
- Skálar
- Austra gardína
- Ferdus diskar og skálar
- Kertastjaki
- Skrautblóm
- Gullbakki
Svo er líka hlgt að láta hugann reika og finna eitthvað til heima sem er að heilla þig, og hentar þínum stíl og persónuleika. Þetta á að vera gaman! ♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥