Svona eru jólin…

…eða voru jólin okkar! Ætla að fara hér hratt yfir seinustu tvær vikur með ykkur!
Fyrst langar mig samt að segja að ég vona að þið hafið átt yndisleg jól, og eigið áfram góða jóladaga framundan ♥

Jólatréð kom upp um miðjan mánuðinn, og var skreytt af fjölskyldumeðlimum að vanda, og fyllt af minningum í skrautformi. En þar ber að nefna föndur krakkana, skraut sem kemur af bernskutrénu mínu, kúlur frá ömmu og alls konar ómissandi…

…það eru nokkur ár síðan ég fann englahárið aftur í Bauhaus og hef notað það síðan, en það var alltaf á jólatrénu heima hjá mér þegar ég var lítið snuð og mér fannst það alltaf svo fallegt. Það hefur ekkert breyst…

…eldhúsborðið með uppáhalds: stjakar úr Húsgagnahöllinni og trén frá KER…

…elska hversu fallegt þetta er…

…við fórum á nokkra jólatónleika og hér erum við á leiðinni á Baggalútana okkar…

…en þetta er árleg hefð með krakkana síðan þau voru bara lítil, og áður en þau komust á aldur til að fara með, þá fórum við hjónin alltaf…

…ég skreytti pakkana óvenju snemma, og fann þennan fallega pappír í JYSK…

…borðarnir koma flestir frá Krónunni og ég keypti svoleiðis líka í fyrra, mjög fallegir og ekkert dýrir…

…tilbúin fyrir næstu tónleika, en við fórum á Vitringana 3 í Hörpunni…

…eðlilega notaði ég afgangs greni og gerði skreytingu í bakka á Þorláksmessunótt, og notaði einmit tí það KER tré líka. Ég er sem sé komin í alls herjar ástarsamband við þessi dásamlegu tré…

…tré orðið fullt af pökkum…

…og borðið tilbúið fyrir aðfangadagskvöld ♥

…eins og alltaf þá nota ég gamla Broste brúðarstellið okkar, sem er orðið 19 ára. Síðan er ég með Iittala kertastjakana, KER tré (auðvitað) og uppáhalds Bing & Gröndahl vintage diskana sem ég er að safna…

…ég setti líka gervilengju eftir borðinu miðju og stakk brúðarslöri í hana inn á milli…

…allir tilbúnir fyrir blessuð jólin…

…þessi tvö fengu meira segja pakka 🙂 rétt er að geta þess að þau fengu bæði sama hlutinn, en annar var settur í stærri kassa til þess að fullkomna blekkingarvef móðurinnar fyrir þessi jólin…

…jóladagur hefst með bröns í seinna fallinu…

…en annars var þetta fatnaður og staða dagsins, legið í leti og dormað…

…þar til mamman píndi alla í að klæða sig í litla stund til þess að fá árlegar jólamyndir – það bara þarf ♥

…annar í jólum var síðan aðeins viðburðameiri, en við eyddum fyrri part dags á Hrafnistu hjá mömmu og pabba, ásamt famelíunni minni og síðan um kvöldið kom fjölskylda eiginmannsins í hangiket og meððí, 20 manns takk fyrir og inn fór garðborðið til þess að það væru sæti fyrir alla…

…ég vona að þið hafið átt yndislega jólahátíð, nú eru áramót framundan – þá verð ég alltaf smá angurvær – en svo hefst nýtt ár, ég held að það verði bara geggjað ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *