…loksins komið að því að birta myndir frá SkreytumHús-kvöldinu okkar sem var haldið í JYSK á Akureyri í lok október. En mikið er þetta alltaf dásamlega skemmtilegt kvöld, vel sótt og endalaust gaman að koma og hitta ykkar öll, eins og alltaf…
…en við Ívar komum með flugi snemma á fimmtudeginum og fórum í það að stilla upp í búðinni fyrir ykkur öll, eitthvað sem er alveg endalaust skemmtilegt verkefni en mjög krefjandi að ná þessu á svona stuttum tíma…
…hnotubrjótar, hús og tré eru bara skothelt kombó orðið…
…verslunin á Akureyri er aðeins frábrugðin í uppsetningu, en jólasvæðið er inn af búðinni – mjög stórt og flott – eins og sést síðar í póstinum…
…það gæti líka verið að það sjáist í hitt og þetta sem er uppselt og ég biðst bara afsökunnar á því – en langaði samt sem áður að setja myndirnar inn fyrir ykkur…
…öll svona falleg led kerti eru auðvitað kjörin í aðventukransa, og hérna er bara tekin gervigrenilengja og lögð á kertastjakann…
…þessi jólatré eru svo endalaust falleg, sérstaklega þegar þau eru komin ofan í bastkörfu…
…við förum ekki bara yfir borðin, heldur voru nærliggjandi hillur líka teknar í gegn, svona svo allt í stíl…
…þessir vasar eru svo fullkomnir fyrir jólin, og mýsnar eru bara krútt…
…tveir vinir…
…rauðu hnotubrjótarnir eru svo flottir svona saman – og mér fannst sveppirnir verða alveg punkturinn yfir i-ið…
…komin innar í búðina…
…einfaldleikinn, bakki, ledkerti, gervigrein og smá snjór…
..séð yfir jólasvæðið sem er inn af búðinni…
…og það var alveg hreint stútfullt af alls konar fínerí…
…þessir stóðu vaktina…
…nú og stundum skellum við bara jólatré upp á borð 🙂
…alls kyns hnotubrjótar…
…skreytt inn í luktum…
…smá frosty þema hérna…
…sjálf elska ég svona snjókorn á tré…
…jólarauður ríkjandi…
…litlu hvítu keramikhúsin og uppáhalds trén…
…mér finnst svo fallegt að gera skreytingu ofan í þennan blómapott, set bara bakka undir og svo bara leika sér…
…grænt og vænt…
…allt orðið reddí, veitingar og tvö kannski orðið smá lúin, en mjög pepp…
…þessir voru mjög húslegir, með viskustykki tilbúnir til starfa…
…svo fallegir þessir snjókornapúðar…
…enn og aftur hjartans þakkir til ykkar allra sem mættuð á þetta kvöld, en ég er alltaf jafn þakklát og hrærð hvað það mæta margir og finna allan þennan meðbyr – ómetanlegt! Svo vona ég að þið eigið yndislega helgi í vændum ♥♥
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.