Desember hálfnaður…

…eins ótrúlegt og það er að segja það, þá er annar í aðventu á morgun og þar af leiðandi bara 10 dagar til jóla. Desember var samt bara að byrja í gær sko, eða þannig. En best að fara í smá jóla hérna heima – svona til að koma því frá mér fyrir jólin 🙂

…ég er svo ánægð með nýju luktirnar sem ég var að kaupa mér í Dorma, svo flottar…

…ég vafði líka stóran krans hérna fyrir utan og gerða risastóran útiaðventukrans, með stórum útikertum…

…mér finnst nú ekkert leiðinlegt að hafa allar þessar seríur í trjánum…

Hann Sindri kíkti svo í smá jólaheimsókn með Ísland í dag:

Smella til þess að horfa á þátt!
https://www.visir.is/k/fbf72469-4f8a-47d2-8c92-6983ba2f7f45-1733253559897/island-i-dag-soffia-i-skreytum-hus-synir-helstu-trixin

…jólaglugginn, eða hluti af honum, og svipmyndir úr eldhúsi…

…ég fór í nytjamarkað í byrjun mánaðar og fann þennan kertastjaka sem ég setti ofan á Holger bakkann úr Húsgagnahöllinni. Síðan setti ég smá slaufur á, svona til þess að draga þetta allt saman…

…kertin fást m.a. í Nettó, Krónunni og í Fjarðarkaupum…

…brúnu slaufurnar urðu smá þema í eldhúsinu, og því á eldhúsborðinu líka…

…og fyrst að Sindri var að kíkja í heimsókn, þurfti að vera eitthvað gotterí til og ég fékk dásamlega jólaköku og meðlæti í 17sortir…

…sjáið bara hversu fallegt…

…er ég sú eina sem á alltaf fullt í fangi með að ná að brenna þessi dagatalskerti á tíma?

…meira af slaufum, og í þetta sinn í jólakúlunum líka í skálinni…

…og smá hérna fyrir utan í björtu…

…látum þetta duga í bili og ég vona svo sannarlega að þið séuð að ná að njóta á aðventu ♥♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *