…í október þegar við héldum SkreytumHús-kvöldið okkar í JYSK þá sýndi ég ykkur dásamleg jólatré. Þau koma tvö saman í pakka, sitt hvor stærðin og eru svona gullsilfruð að lit. Hljómar skringilega, en er samt satt…
…en þessi tré þau bara seldust upp í hvelli, við bara náðum varla að koma þeim upp í hillurnar áður en þau voru búin…
…en núna voru að berast fréttir frá JYSK um að þau sé komin aftur í hús, eða séu að koma í hús á morgun – föstudag…
…en þau eru svo dásamleg falleg með ljósi innan í. Batterýs og þú getur stillt timer á þeim þannig að það kveikni t.d. alltaf á þeim kl 18 á kvöldin…
…það er sko eitthvað töfrandi við þetta, ekki satt?
Smella hér til að skoða Fulla tré!
…svo er víst best að segja ykkur líka frá því að dúkurinn dásamlegi, Nellike, er líka kominn aftur, svona þar til hann selst upp…
…en hann er svona hörlitaður í grunninn, með mjög fínlegum útsaumi og myndum…
…hann kemur samt bara í stærðinni 140×240 og því miður ekki til kringlóttur…
…ég er með trén mín á arninum og set bækur undir þau til þess að stjórna hæðinni á þeim, svo er ég með gervigreni í kring…
…þið sjáið hérna aðeins í bækurnar…
…en ég held að þetta sé eitt af mínum eftirlætisjólaskrautum frá JYSK, í það minnsta í topp fimm!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát ♥