Enn meira jóla…

…en þau nálgast óðfluga og ekki seinna vænna en að raða saman nokkrum fallegum og einföldum jólaskreytingum. Í þessum pósti er ég að vinna með efni frá Húsgagnahöllinni, en þar fást eins og allir vita einstaklega fallegar vörur, bæði til jóla og svo auðvitað bara almennt. Þess ber líka að geta að jólavörurnar eru komnar á afslátt í Höllinni, auk þess sem það er Tax Free núna fram að helgi.

//samstarf

Athugið að feitletrað eru beinir hlekkir á vörurnar í vefverslun!

Hér eru ég með tvo uppáhalds hluti frá Höllinni sem grunninn að öllum skreytingunum, annars vegar er ég með Holger bakkann fallega í nýjum lit og svo stóru klassísku Iittala Thule skálina, sem er til á svo mörgum heimilum.

Iittala Thule skálin – smella hér!
Holger bakkar, til í svörtu og ljósu og fást í tveimur stærðum – smella hér!

Fyrsta skreytingin er á stóra Holger bakkanum:

Hér erum við nánast í því sama, nema bætum við kerti og aðventunúmerum, og tveimur jólakúlum:

Það eru til svo ofsalega fallegir gullstjakar seldir saman tveir í setti, og hérna setti ég þá bara í miðjuna á grenikransi. Einfaldara verður það varla!

Hér bætti ég svo bara við þunnum vír stjörnum!

Svo má leika sér með þetta, stóri Holger og kransinn ofan á hann. Litli Holger í miðið og svo kertin ofan á með aðventunúmerum.

Burtu með kransinn og bætum við grein sem er klippt niður, marmarastjörnurnar eru líka í uppáhaldi.

Í fyrra sýndi ég ykkur nokkrar hugmyndir með stóra Ultima Thule diskinn – smella hérna til að skoða þann póst! En ég set sem sé gervisnjó í skálina og síðan botn úr gömlu kökuformi:

Notaði því áfram þá fyrirtaks hugmynd og setti síðan tvo kertahús ofan á, ásamt stjörnum og gervigreni. Könglar eru síðan alltaf klassík!

Svo þykir mér einstaklega fallegt að nota bara altariskertin með aðventutölunum á, smá greni og snjór.

Svo má auðvitað nota bara eitt stórt kerti og setja tölurnar á það, dásamlegur ísbjörn frá Lene Bjerre setur síðan punktinn fyrir i-ið.

Hvítar stjörnur eru ákveðin veikleiki hjá mér og þessir kertastjakar voru því mjög heillandi.

En ég held að þetta sé bara eftirlætið mitt, þessi einfaldleiki og að dásamlega skálin fái bara notið sín til fulls. Vona að þetta gefi ykkur smá innblástur og munið, þetta þarf ekki að vera flókið til þess að vera fallegt  ♥♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *