Jólaskreytingar…

…þar sem aðventan er gengin í garð þá ákvað ég að það væri alveg kjörið að setja bara saman nokkrar skreytingar fyrir ykkur – sem allar eiga það sameiginlegt að vera ótrúlega einfaldar og þægilegar í uppsetningu. Allt efnið í póstinum er því frá JYSK og er pósturinn unninn í samstarfi við þá, en líkt og ávalt þá er allt efnisval og hugmyndavinna í mínum höndum…

Þið sjáið fyrst mynd af skreytingunni, svo kemur mynd af þeim vörum sem notaðar eru og beinir hlekkir á þær:

Þessi er ofur einföld, eins og þær flestar en er í uppáhaldi. Grunnurinn er stóri eikarbakkinn en með honum eru tvo kubbakerti, eitt dagatalakerti og eitt skrautkerti. Síðan eru það bara tré og snjór, ásamt gervigrein sem ég klippti niður…

…aftur sami bakkinn, en hér höfum við kertahring og kerti, grenilengja sem við leggjum meðfram. Slaufur á kertahringinn og svo bara kúlur og könglar…

…elska að nota nytjahluti og gefa þeim nýjan tilgang og þessi skál er einstaklega falleg. Hér er bara settur krans ofan í, eitt kerti og svo könglar og kúlur að vild…

…sama skálin nema bara mosi í botninum (mosinn fæst í blómabúðum), kerti og svo skraut að vild…

…breytum út skrautinu og setjum kertahring…

…má leika sér með hvaða skraut sem er…

…kertastjakar og bakki, krans og slaufur – þetta er svo einfalt og auðvelt að gera eftir smekk hvers og eins…

…skálin góða og tvö kerti í, ásamt skrauti…

…bakki og krans, kerti og hnotubrjótar…

…kertahringur og kransinn settur ofan á hann. Slaufan er síðan bundinn í hliðinni sitt hvoru megin, og sett ofan á svartan bakka…

…hér bætti ég við litum klemmum með snjókornum – smella til að skoða snjókorn!

…elska þessi stóru kerti, og hér er bara lögð grenilengja í kringum þau á bakka. Slaufur gætu svo farið á eitt kerti eða öll kertin…

…og svo má auðvitað nota bara eitt kerti og skraut eftir smekk…

Njótið dagsins sem best og munið að hafa gaman að þessu bjástri ♥♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *