Þáttaröð 5 – 6. þáttur
Velkomin í lokaþáttinn af fimmtu þáttaröðinni af Skreytum Hús og ♥♥
Þættirnir eru sex talsins og koma inn vikulega, fyrst á Vísir.is og síðan á Stöð 2+.
Smella hér til að horfa á þáttinn í heild sinni á Vísir.is!
…eins og áður þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er skoðaður!
Í dag hittum við hann Kjartan sem var að festa sér kaup á sinni fyrstu íbúð aðeins 21 árs gamall.
Eins og alltaf þá er fyrsta vers að velja inn rétta litinn. Þar sem við erum með með tekkvegginn þá var hann svona það mikilvægasta í vali litarins, að finna einhvern sem harmoneraði vel með honum, og kannski dró aðeins niður appelsínugula litinn. Hér sjáið þið hinar ýmsu litaprufur frá Slippfélaginu á veggnum.
Eins skiptir miklu máli að liturinn tóni vel við gólfið, þar sem þetta eru svona þessir tveir ríkjandi fletir þarna inni.
Að lokum var það 1/2 Sandur frá Slippfélaginu sem varð fyrir valinu, en hann er alltaf fallegur og hlýr, og frekar hlutlaus heilt yfir, en hægt er að velja um bæði hálfan eða heilan lit.
Parketið sem varð fyrir valinu í Bauhaus er ótrúlega fallegt og hlýlegt, eikarharðparket.
Kemur mjög fallega út inni í íbúðinni og passar vel með eikarveggnum og restinni af húsgögnunum.
MOODBOARD
Athugið að þetta eru beinir hlekkir á vörurnar – þið smellið bara á feitletraðann texta:
- Harðparket – Bauhaus
- Gardínur – JYSK
- Skrautpúði – JYSK
- Ílangur skrautpúði – JYSK
- Vegghillur – JYSK
- Loftljós – Bauhaus
- Vasi – JYSK
- Sófi – Húsgagnahöllin
- Hægindastóll – JYSK
- Kertastjaki – JYSK
- Motta – JYSK
- Sófaborð – Húsgagnahöllin
- Gangaborð – JYSK
- Skemill – Dorma
- Speglar – JYSK
- Vegghillur – JYSK
- Litur á veggjum – Sandur, Slippfélagið
- Skál – JYSK
- Loftjós – JYSK
- Blómapottur – JYSK
- Skál – JYSK
- Veggþilja – JYSK
- Glös – græn – JYSK
- Glös – hvít – JYSK
- Borðstofustólar – JYSK
- Borðstofuborð – JYSK
- Skrautblóm – JYSK
- Sjónvarpsskenkur – Dorma
- Karfa – JYSK
Ég verð að viðurkenna að útkoman varð alveg hreint sérlega falleg…
en hér horfum við inn í stofuna og á þennan dásamlega fallega sófa, sem verður enn meira kózý þegar að mottan og borðin eru komin á sinn stað. En bæði borðin og sófinn eru frá Húsgagnahöllinni en mottan frá JYSK…
Sófaborðin eru seld í setti, og eru massíf og þung, og sérstaklega falleg.
Sófinn er ótrúlega þægilegur, en líka stílhreinn og flottur.
Hægt að fá hann bæði með hægri og vinstri tungu.
Mottan þótti mér smellpassa þarna, inn og svörtu línurnar einmitt það sem þurfti til þess að brjóta hana aðeins upp og gera áhugaverðari. Eins er hún að tala svo vel við púðana sem þið sjáið á myndinni hér að ofan.
Í Dorma fann ég þennan geggjaða sjónvarpsskenk, sem var alveg 180cm á lengd, og einmitt þar sem þurfti fyrir panilvegginn. Mjög flottur!
Í hornið fór gervitré í fallegum potti frá JYSK.
Ég vildi síðan finna einhvern þægilegan hægindastól til þess að hafa á móti sófanum og þessi hérna úr JYSK var alveg pörfekt. Passaði svo inni í tíðaranda íbúðarinnar, svona 50s/60s retró. Með honum setti ég þennan fórskemil frá Dorma, geggjaður með.
Lampann átti Kjartan fyrir, en ég vildi sýna ykkur þessa mynd til þess að þið sjáið að plássið þarna á milli er alveg feykigott, enda er íbúðin mjög rúmgóð.
Horft yfir bakið á hægindastólnum yfir að sófanum.
Þetta er nefnilega sniðug lausn, að þegar þið eigið ekki stór málverk eða slíkt – þá er snilld að gera grúbbur á veggi. Hér eru þrjár myndir sem Kjartan átti fyrir, og svo vegghillur frá JYSK, sem eru einmitt líka með svona svartan ramma í kringum sig – næstum bara “lifandi málverk”.
Horft úr stofunni og yfir íbúðina í átt að eldhúsi.
Í miðju rýmisins er borðstofan, og hringborð var eiginlega augljós kostur þarna inn enda verður þá svo skemmtilegt flæði í rýminu. Þetta borð frá JYSK er líka snilld, svo fallegt og stækkanlegt sem gerir það bara pörfekt!
Á vegginn settum við þetta vegghillu-dæmi sem ég plataði hann Sigga til að smíða.
En á veggnum var þessi ofn, frekar lítill og svona ólögulegur á miðjum vegg, og því varð úr að mig langaði svo að fela hann.
Við notuðum því þiljurnar sem fást í JYSK og eru seldar sem rúmgaflar/veggþiljur, og eru alveg opnar á milli spítna og því næg loftun. Toppstykkið er laust og hægt að lyfta því upp með einu handtaki og hækka eða lækka í ofninum.
Með því að hafa þiljurnar í fullri lengd, þá gerðum við í raun meira úr þessu og staðinn fyrir að vera með “ljótann” ofn sem gerir ekkert fallegt fyrir rýmið, þá fengum við bara stóra og töff veggeiningu.
Í fyrstu hélt ég að við gætum haft þetta opið til endanna en ég sá strax að það var ekki að ganga upp, ég fékk bara illt í fegurðarskynið og við keyptum aðra þilju til þess að loka fyrir.
Þá varð þetta allt annað og ég málaði svo þiljurnar í sama lit og veggina til þess að gera þetta allt saman mjög stílhreint og straumlínulagað.
Fjórir ferkantaði speglar frá JYSK (60×60) voru síðan settir upp á vegg og mynduðu svona einn stóran franskan spegil.
En þetta stækkaði allt saman þvílíkt og við fengum spegilmyndina af panilveggnum á vegginn á móti sem gerði allt hlýlegra.
Stólarnir eru líka svo flottir og jafn þægilegir og þeir eru fallegir – win win.
Ljósið fann ég í JYSK, svoldið í sama tón og panilveggurinn og skemmtilega retró þarna inni.
Sko bara!
Loftljósin eru síðan öll frá Bauhaus, mjög töff. Einföld en samt eitthvað retró líka. Við settum kastara með einni peru í stofunni, en þremur í eldhúsið og tveimur á ganginn.
Lítið gangaborð er síðan alltaf góður kostur, því þú vilt hafa stað fyrir lyklana og annað smálegt.
Við teygðum okkur síðan aaaaðeins inn í eldhúsið, en þessar vegghillur – ég er búin að vera að bíða eftir rétta rýminu fyrir þær.
Nýlegar úr JYSK og svo flottar, auk þess sem þær voru að harmonera við panilveggina og koma með svona rétta viðartóninn inn í eldhúsið. Svo eins og alltaf, skreytum við með nytjahlutum.
Aftur nytjahlutir og endalaus fegurð.
Nú hér sést kona sem var að klára seinasta þáttinn sinn í þessari seríu, hipp hipp húrra!
…þetta er búið að vera svo ótrúlega skemmtilegt og ég er endalaust þakklát Kjartani, og ykkur öllum, sem treystuð mér fyrir rýmunum ykkar – ég er meyr og mjúk í hjartanu, takk takk takk ♥♥
Innilega til hamingju með fyrstu íbúðina þína elsku Kjartan, ég vona að þú eigir eftir að njóta þín alveg í botn á fallega heimilinu þínu ♥♥
Hér sjást síðan fyrir og eftir myndir – hlið við hlið!
Ég elska allt sem þú ert að gera