Þáttaröð 5 – 5. þáttur!
Velkomin í fimmtu þáttaröðina af Skreytum Hús ♥♥ Þættirnir verða sex talsins og koma inn vikulega, fyrst á Vísir.is og síðan á Stöð 2+.
Smella hér til að horfa á þáttinn í heild sinni á Vísir.is!
…eins og áður þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er skoðaður!
Í þættinum í dag hittum við Daníel og Hildi sem eru frekar nýflutt í fallegt raðhús í Urriðaholtinu. Þau fengu þá snilldarhugmynd að taka rýmið, sem er hugsað sem geymsla (er ekki með nægjanlega stórri hurð til að vera bílskúr) og breyta því í huggulegt sjónvarpsrými. Spennandi!

Þannig að ef við skoðum fyrirmyndirnar, þá sjáið þið að það átti eftir að taka niður loftið og klæða það, auk þess sem það er stór skápur þarna á heilum vegg sem er með alls konar stýrigræjum fyrir rafmagn og hita.




Þau voru nú þegar búin að panta innréttingu í eitt hornið á rýminu, sem er í stíl við restina af húsinu. Þannig að við létum hana setja tóninn og fórum með eina hurð í Slippfélagið og fengum þá til þess að blanda liti í sama tón, en gera þá töluvert dekkri. Fengum þrjá liti en völdum þann í miðið á myndinni. Úr varð þessi dásamlega fallegi brúni litur sem hefur fengið nafnið Mokka.

MOODBOARD

Athugið að þetta eru beinir hlekkir á vörurnar – þið smellið bara á feitletraðann texta:
- Veggþiljur – Bauhaus
- Glerkrukka – JYSK
- Kertastjakar – JYSK
- Speglar 3 saman – JYSK
- Skrautblóm – JYSK
- Gardína – JYSK
- Glerkrukka – JYSK
- Vasi – JYSK
- Vasi – JYSK
- Hilla minni – Bauhaus
- Hilla stærri – Bauhaus
- Sjónvarpsskápur – Húsgagnahöllin
- Naomi sófi – Húsgagnahöllin
- Motta – JYSK
- Kertastjaki – JYSK
- Blómapottur – JYSK
- Skál – JYSK
- Sófaborð – Húsgagnahöllin
- Hliðarborð – JYSK
Útkoman varð síðan alveg einstaklega falleg og kózý, þó ég segi sjálf frá.

Stóra húsgagnið þarna inn var auðvitað sófinn. Fyrst voru þau alveg ákveðin í að hafa tunguna nær skápnum, en mér þótti það koma betur út að færa hana nær hurðinni út og það varð úr. Sófinn er frá Húsgagnahöllinni og heitir Naomi og er alveg einstaklega djúsí og kózý…

Sófinn þurfti enga aukapúða en ég tók reyndar eitt mjúkt teppi til þess að hafa á honum, svona til að gera allt enn meira notalegt. Eins er ég svo ánægð með speglana á veggnum, en þeir pikka upp birtuna sem kemur inn um gluggann og kasta henni aftur inn í rýmið. Verða hálfgert skart á veggnum.

Hinum meginn setti ég tvær einfaldar, en svo fallegar, hillur frá Bauhaus. Alveg fullkomnar til þess að koma með smá aukaskraut inn í rýmið…



Framan á skápinn settum við viðarpanilinn frá Bauhaus og völdum reykta eik…

…en til þess að koma panilinum fyrir þá færði Siggi einfaldlega aftari brautina aðeins aftar. Síðan skárum við filtið frá götunum sem að það andandaði enn í gegn.

Við veggfestum sjónvarpið og mér fannst alveg nauðsynlega þurfa “þyngd” þar undir, þannig að við fundum þennan fallega sjónvarpsskáp í Húsgagnahöllinni og hann var í fullkominni stærð þarna inn.

Við settum síðan þunnar gardínur frá JYSK yfir bæði hurðina og gluggann, en þær komu í svona fallegum beige lit og smellpössuðu við sófann. Þið þurfið bara að ímynda ykkur að það sé búið að stytta þær í rétta lengd.

Tóna líka fallega við innréttinguna sem kemur svo fallega út þarna inni.



Hérna sést yfir vegginn og hversu vel þetta er að tóna allt saman.

Mottan var afskaplega falleg þarna inn og kom með enn meiri hugglegheitafíling auk þess að lýsa aðeins upp rýmið, en hún kemur frá JYSK.

Ég held samt að uppáhalds kombó-ið mitt þarna inni hafi verið borðinn tvo. En viðarborðið er frá Húsgagnahöllinnig og hvíta borðið frá JYSK.



Svo eru það bara nokkrir skrautmunir til þess að setja punktinn yfir i-ið.



Ótrúlega skemmtilegt rými fyrir yndislegt fólk, elsku Hildur og Daníel, takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar og ég vona bara að þið njótið vel ♥♥




