Textaverkin hans Bubba III…

…ég sýndi ykkur frá því í fyrra þegar við gerðum “búðina” hans Bubba Morthens í Kringlunni. En hann er að gefa út fallegu textaverkin sín fyrir jólin og er búðin sett upp til þess að afhenda þau. Þess ber að geta að verkin eru seld inni á Bubbi.is og eru flest uppseld, en einhver eru enn til!

Í þetta sinn erum við komin aftur í Kringluna, en við vorum þar 2022 þegar við settum upp “Bubba-búðina” í fyrsta sinn. Núna erum við hjá Eymundsson og Bónus, við World Class innganginn. Áður var Spútnik í þessu húsnæði og við vorum ótrúlega heppin með að lítið þurfti að gera í þetta sinn..

Við Hrafnhildur fengum hann Sigga með okkur í lið, sem betur fer, og eins og áður þá förum við alltaf í þetta með því sjónarmiði að nýta það sem til er og kaupa lítið sem ekkert inn, þar sem búðin er tímabundin.

Við vorum mjög heppin að rýmið var þegar málað í þessum töff gráa lit, sem var fullkominn bakgrunnur til þess að leyfa verkunum að njóta sín…

…á vegginn á bakvið afgreiðsluborðið settum við tvö plagöt, en ég málaði bara trélista og Siggi skrúfaði þá saman, þannig klemmdum við plagatið á milli og gerðum rustic festingar sem smellpössuðu þarna inn…

…síðan snýst þetta bara um að gera fallega umgjörð í kringum þessi fallegu verk…

…en ég var alveg heilluð af þeim í ár, svo mörg falleg…

…það eru einhver verk enn til sem verður hægt að kaupa beint í versluninni, á meðan birgðir endast…

…en öll verkin eru gefin út í númeraröð og einstök, sama verkið verður ekki gefið út aftur. Eins eru þau árituð og númeruð af Bubba sjálfum…

…fyrir ykkur sem kannist við borðið, þá er þetta jú gamla borðstofuborðið mitt – ég vissi að það borgaði sig að geyma það aðeins…

…stóra Bubbamyndin frá Níu lífum setur alltaf sinn svip á…

…minni textaverkin koma bæði í hvítu, og litum…

…glugginn sem var skapaður er núnast engu…

…frekar mikið töff stóru jólatrén og hreindýrin…

…svo flottar myndirnar í ár…

…svo eru það stóru myndirnar – sem eru hver annarri fallegi í ár…

…fyrir ykkur sem eruð áhugasöm þá fást einhver verk ennþá inni á Bubbi.is – smella til að skoða!

Textaverkin verða afhent í bubbi.is í Kringlunni

Við setjum upp tímabundna bubbi.is verslun þar sem afhending á textaverkum fer fram. Bubbi.is verður staðsett á annarri hæð í Kringlunni, í rýminu milli Penninn Eymundsson og Lindex Kids. Textaverkin verða afhent á tímabilinu 23. nóv – 1. desember.

Afhendingartímar

Fyrri helgi og bubbi.is opnar
23. nóvember, laugardagur kl.12.00 – 18.00
24. nóvember, sunnudagur kl.12.00 – 17.00

Opnun á milli helga, þri, mið, fim 
26. nóvember, þriðjudagur 16.30 – 18.30
27. nóvember, miðvikudagur 16.30 – 18.30
28. nóvember, fimmtudagur 16.30 – 18.30

Seinni helgi
Laugardagur – 30. nóvember kl. 12.00 – 18.00
Sunnudagur – 1. desember 12.00 -17.00

…vona að þið eigið yndislega helgi framundan ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann,
og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *