Þáttaröð 5 – 4. þáttur
Velkomin í fimmtu þáttaröðina af Skreytum Hús ♥♥
Þættirnir eru sex talsins og koma inn vikulega, fyrst á Vísir.is og síðan á Stöð 2+.
Smella hér til að horfa á þáttinn í heild sinni á Vísir.is!
…eins og áður þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er skoðaður!
Yndið hún Helena hafði samband við mig og langaði svo að uppfæra aðeins svefnherbergið sitt. En hún hefur, eins og svo margir foreldrar gera, látið krakkana ganga fyrir í að vera með stóru herbergin en núna eru þau flutt að heima og eins og sagt er, hennar tími er kominn. Skvísan er fimmtug og fabjúlus og herbergið á að vera í stíl. Skellum okkur af stað!
…eins og alltaf þá byrjum við á að skoða fyrirmyndirnar af rýminu, en það var svo sem ekki margt þarna inni. Veggirnir voru svartir, skápurinn hvítur, spegill og rúm. Þar með er eiginlega allt upptalið…
…fyrsta versið var að finna lit. Helena vildi gráan og einhvern kózý, þetta skrifaði sig sjálf – Kózýgrár er í litakortinu mínu hjá Slippfélaginu og alveg dásamlegur. Þið vitið kannski líka að þið getið fengið 2 fríar litaprufur úr litakortinu mínu ef þið farið í Slippfélagið og nefnið SkreytumHús.
MOODBOARD
Athugið að þetta eru beinir hlekkir á vörurnar – þið smellið bara á feitletraðann texta:
- Kózýgrár – Slippfélagið
- Marmarabakki – JYSK
- Veggsnagar – JYSK
- Smáborð – JYSK
- Vegghilla – Húsgagnahöllin
- Vasi – JYSK
- Náttborð – Dorma
- Veggþiljur – Bauhaus
- Rúmföt – JYSK
- Bekkur – JYSK
- Vasi – JYSK
- Gardína – JYSK
- Hengistóll – JYSK
- Púði – JYSK
- Rúmteppi – JYSK
- Vasi – JYSK
- Öll ljós Bauhaus – fundust ekki í vefverslun
Svo varð auðvitað smíða eitthvað spennandi, en mig langaði svo í rúmgafl sem væri smá fútt í. Það er auðvitað enginn betri en hann Siggi og hann er bara alltaf til í alla vitleysu sem dettur inn í hausinn á mér.
Ég vildi sem sé nota veggpanila úr Bauhaus og gera stórann gafl úr þeim. En smá flækjustig, ég vildi geta veggfest náttborð sitthvoru megin við, auk þess að ég var með veggljós sem ég vildi geta notað öðru megin – af hverju að vera einföld þegar ég get verið endalaust flókin 🙂
…hérna sjáið þið endann áður en við lokuðum, sko “við lokuðum” eða öllu heldur hann Siggi…
Þá er bara að skoða útkomuna…
…ég er svo ánægð með útkomuna á rúmgaflinu, en hann kom einmitt með rétta fílinginn inn í rýmið og breytti því alveg, en þetta eru svörtu veggþiljurnar frá Bauhaus…
…og það að vegghengja náttborðin frá Dorma er snilld, þá myndast frítt pláss undir sem hægt væri að setja t.d. hundarúm eða annað slíkt, plús snilld að þrífa…
…við létum veggþiljurnar á spíturnar til þess að ná þessari þykkt á gaflinn, en mig langaði einmitt að nota hann sem smá hillu svona í leiðinni…
…svo finnst mér það koma dásamlega út að vera svona með sitthvora týpuna af ljósum, borðlampa og svo vegglampa, en báðir eru frá Bauhaus og koma líka í svörtum lit…
…Helena var fyrst ekki sannfærð um gull inn en eftir að ég sagði henni hvað ég væri að hugsa þá varð hún alveg sammála mér og ég er alveg á því að gullið hafi komið með svo mikinn hlýleika og glamúr…
…svo þegar maður þarf ekki að nota plássið á náttborði fyrir lampa, þá er pláss fyrir fallega bakka og vasa með blómum, bæði frá JYSK og frábært t.d. að geta lagt frá sér skart á bakkann…
…síðan fórum við all inn í bleiku og bjútifúl frá JYSK á rúmið, allt svona kvenlegt og fagurt…
..og rúmteppið þykir mér sérlega fallegt, þetta mynstur gerir svo mikið…
…við skiptum um höldur á skápunum, sem er lítil breyting sem skiptir samt gríðarlegu máli. Svörtu höldurnar eru frá Bauhaus…
…í loftið valdi ég frekar einfalt ljós sem gerir samt mikið fyrir rýmið þar sem að skuggarnir eru svo flottir af því – en ljósið fékkst í Bauhaus…
…á gluggavegginn settum við bara svarta gardínu stöng sem nær yfir nánast allan vegginn og þunnar gardínur frá JYSK….
..Helena ætlaði svo að láta sérgera myrkvunargardínu í gluggann, en hann er stærri en almennar stærðir…
…svo er það veggurinn á móti rúminu, en þar gátum við látið draum Helenu rætast…
…en hana hefur dreymt um hengistólinn frá JYSK lengi (hann er sumarvara en kemur aftur á næsta ári) og ég náði að næla í seinasta eintakið á landinu held ég…
…á vegginn við hliðina setti ég geggjaðar vegghillur úr Húsgagnahöllinni, pörfekt fyrir smá punterí…
…spegilinn átti Helena fyrir en ég fann þennan fallega bekk í JYSK og stökk beint á hann…
…smá snagar til að hengja upp föt, veski eða skart…
…mjög kát kona með árangurinn…
…og alsæl Helena tók við herberginu sínu og elskaði allt saman. Sem þýðir bara að þetta tókst vel til! Hjartans þakkir fyrir að treysta mér fyrir rýminu þínu elsku Helena, svo gaman að vinna þetta fyrir þig! ♥ ♥
Vá, vá, vá, dásamlegt fallegt svefnherbergi sem þú hannaðir kæra Soffía. Lukku með enn eitt fallegt rými.
Æðislega fallegt😊
Vááááá alveg hrein frábært herbergið 🙂