Smá að jólast…

…tíminn er reyndar af skornum skammti þessa dagana. Þar sem við erum enn að klára að taka upp seinasta þáttinn í þessari seríu af SkreytumHús. En ég fékk núna nokkra frídaga, og var ekki að halda jólakvöld eða vera á jólakvöldi, þannig að á sunnudagskvöldið var skundað upp á háaloft og kassarnir og allt það ferjað niður. Síðan gaf ég sjálfri mér nokkrar gæðastundir og byrjaði aðeins að skreyta smá hérna heima, svona fyrir mig…

…en að jólaskreyta er eitthvað sem ég nýt þess að gera. Kveiki á skemmtilegri tónlist, helst bara ein með sjálfri mér og hundunum, og syng með og “dúllast” í þessu öllu…

…en mér finnst alltaf svo fallegt að nota greni og gyllt, þannig að spegillinn fékk smá svona fyllingu. En ég er bara með plastlímkróka aftan á speglinum og set vír í lengjuna og svo í þá. Mjög einfalt…

…mér þykir alltaf jafn fallegt að nota gömlu ritvélina mína til útstillinga, algjörlega einn af mínum eftirlætishlutum…

…smá gervigreni, ein jólakúla með borða og tvær gylltarr stjörnur voru það í ár…

…og undir borðinu kom upp jólaþorpið mitt, en þetta er bland í poka sem ég hef safnað í gegnum árin. Sum frá JYSK, önnur frá Pier eða Bauhaus, og meira segja eitt frá Europris gamla…

…eitt borð tilbúið, og þá er að færa sig yfir á næsta svæði!
Ert þú farin að jólaskreyta eitthvað?

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.

3 comments for “Smá að jólast…

  1. Anonymous
    13.11.2024 at 11:50

    Dásamlegt – eins og alltaf hjá þér 🤩

    • Guðlaug Ragna Jónsdóttir
      13.11.2024 at 17:35

      Fallegt hjá thér og takk kærlega fyrir alla pósta á,thú glædir margt of gerir Fallegt. Gledilega hátíd kæra fjölskylda.

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    17.11.2024 at 15:26

    Mjög svo flott hjá þér eins og með allt skrautið hjá þér 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *