Skreytum Hús – 5.þáttaröð – 3. þáttur…

…velkomin í fimmtu þáttaröðina af Skreytum Hús ♥♥ Þættirnir verða sex talsins og koma inn vikulega, fyrst á Vísir.is og síðan á Stöð 2+.

Smella hér til að horfa á þáttinn í heild sinni á Vísir.is!

…eins og áður þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er skoðaður!

Í dag ætlum við að kynnast yndinu henni Brynhildi og aðstoða hana örlítið með stofuna sína. En þegar þau fluttu inn í húsið sitt þá kom með þeim u-sófi sem var alveg fullkominn á gamla staðnum – en í nýju fínu stofunni, þá varð hann eitthvað U-ndarlegur 😉 Þannig að við reddum þessu bara saman…

…byrjum því á að skoða fyrirmyndirnar, en sófinn sem sést þarna út við glugga var í tímabundnu stoppi í stofunni, og þetta því ekki hans vanalegri staður. En u-sófinn og hægindastólarnir voru á réttum stað…

…eins ákváðum við að taka svona í leiðinni mini-meikóver á borðstofunni…

…fyrsta versið var í raun að finna réttan lit, en gardínurnar voru nýlegar og áttu að vera áfram og við tókum svona tóninn út frá þeim. Við settum prufu af Mjúkum 2, 1 og 3 (í þessari röð) á veggina og Mjúkur 1 stóð strax upp úr…

MOODBOARD

Athugið að þetta eru beinir hlekkir á vörurnar – þið smellið bara á feitletraðann texta:

  • Glerskápar – JYSK
  • Kertahringir – Húsgagnahöllin
  • Hliðarborð – Dorma
  • Blómapottur – JYSK
  • Blóm – JYSK
  • Diskur á fæti – Húsgagnahöllin
  • Hliðarborð – JYSK
  • Ljósakastarar – Bauhaus
  • Glerborð á hjólum – JYSK
  • Sófi – Húsgagnahöllin
  • Kertastjaki – Húsgagnahöllin
  • Eikarborð – JYSK
  • Svart borð – Húsgagnahöllin
  • Motta 300×400 – Húsgagnahöllin
  • Hægindastólar – Dorma

Stóra breytingin inni í rýminu var auðvitað að mála bæði loft og veggi. Það er alltaf auðveldasta leiðin til þess að ná inn gríðarlegri breytingu. En þar að auki, þá “freslaði” ég húsgögnin frá veggjunum, og það breytti öllu…

…áður var hálfgerður gangur eftir miðri stofunni, þar sem skenkurinn var veggfastur öðru megin og sófinn við veggina hjá glugganum. En eftir að hafa sett inn stóra mottu og setja tvö staka sófa andspænis hvor öðrum þá varð rýmið allt annað…

…en eins og sést þá var það náttúrulega svakalegur munur á að loftið varð hvítt og að fá fallegan lit á veggina, þetta er allt að vinna saman…

…svo þegar að húsgögnin fá meira andrými, þá er hægt að leika sér að því að “fylla” upp í skotin til hliðanna með fallegum hlutum til skrauts…

…en hér varð til svo mikil fylling á veggina með þessum dásamlegu hringkertastjökum og stóru vasarnir sem Brynhildur átti fyrir fengu loks notið sín…

…eins eru stórir speglar alltaf snilldar leið til þess að “fylla” upp í veggi, auk þess sem þeir kasta birtunni aftur inn í rýmið og virka því nánast eins og auka gluggar…

…sófarnir eru náttúrulega einstaklega fallegir. Bæði stílhreinir og þægilegir, auk þess sem fæturnar eru svo flottar að mínu mati. Við tókum inn sitt hvora stærðina, þessi á myndinni er sá stærri sem var 3ja manna og hinn á móti er 2,5 manna. Stærðarmunurinn er ekki mikill en gerði samt sem áður hellings mun á flæðinu inni í rýminu…

…hinum megin við sófann kom ég fyrir hliðarborðum, sem þjóna þeim tilgangi að geyma bæði skraut og plötuspilarann. Mjög huggó…

…þessir geggjuðu hægindastólar voru í uppáhaldi hjá fjölskyldunni og voru því að sjálfsögðu notaðir áfram. En þeir eru frá Dorma og það fást mjög svipaðir í dag sem heita xxxxxx.

…til hliðar eru hlutir sem voru til áður, og auk þess glerhjólaborðið sem getur verið eins og lítill bar ef fólk vill…

…hér sést yfir á minni sófann, og eins sést þá nær mottan alveg undir hann. En til þess að þetta gengi upp þá valdi ég alveg risamottu sem er 300×400…

…en ef mottan hefði verið minni þá hefði í raun stofan virkað minni – og þessar dásamlegu Rut Kára-mottur í Höllinni eru líka einstaklega fallegar. Þær eru svona hetjustykki inn í rými að mínu mati…

…mér fannst gaman að blanda saman borðum í sitt hvorum litnum, en það gaf svo mikla hlýju inn að setja eikina með og hún tengdi við gólfið…

…svo falleg þessi gerviblóm úr JYSK, alveg ótrúlega raunveruleg…

…hér sést hversu fallega gardínan fer við veggina, elska þetta kombó. Svo sést líka vel að það er ekki nauðsynlegt að vera með sófann í lit, ef þú notar bara púða og teppi og aðra fylgihluti í fallegum litatónum…

…þar sem Brynhildur á svo mikið af fallegum skrautmunum þá fannst okkur frábært að ná inn mublu þar sem hægt væri að stilla þeim upp og leyfa þeim að njóta sín. Minnkar líka aðeins afþurrkun og slíkt, og er auk þess bara mjög töff þarna inni…

…eins og sést þá er plássið alveg nægilegt, það er alls staðar andrými…

…og ofan á skápnum er líka geggjað að stilla upp fallega dótinu hennar…

…finnst svo fallegt hvað þetta er stílhreint, en samt áhugavert og fullt af hlutum sem henni, og þeim, þykir vænt um…

…það gerði líka heilmikið að setja fallegu ljóskastarana frá Bauhaus í loftið, og að hafa þá svarta frekar en hvíta gefur þeim meiri karakter og gerir þá meira spennandi…

…horft yfir stofuna og fram á gang…

…fyrir utan að mála þá var ekki miklu breytt í borðstofunni. En það sem gjörbylti henni var að færa skenkinn sem var áður í stofunni þangað inn…

…en við það varð allt rýmið einhvern veginn tilbúið. Auk þess að það eru þægindi að vera með skápinn svona beint við borðið…

…þið sjáið bara muninn – það þurfti ekkert meir…

…á borðinu er svo dásamlegi Holger bakkinn, kertastjaki og smá blóm í potti. Einfalt og fallegt…

…þetta var alveg gríðarlega skemmtilegt verkefni og rými. Óvenju mikið af fallegum skrautmunum og nánast ekkert slíkt sem ég tók með mér inn í verkið, það er sjalgæft. Svo var eitthvað við þetta að hreinlega taka húsgögnin frá veggjunum, svo einfalt en samt svo áhrifamikið…

Það var líka ótrúlega gaman að fylgjast með Brynhildi enduruppgvöta stofuna sína, en hún hefur svo mikla ástríðu fyrir að hafa fallegt í kringum sig og það skiptir hana svo miklu máli. Ég fann að hún átti smá erfitt með að sleppa hendinni af stofunni en svo var hún svo innilega ánægð með útkomuna, og það gerir mig óendanlega glaða!

Hjartans þakkir fyrir að treysta mér fyrir fallega rýminu þínu elsku Brynhildur, svo gaman að vinna þetta með þér og fyrir þig!   ♥

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *