Jólakvöld í Höllinni…

…í kvöld verður haldið jólakvöld í Húsgagnahöllinni að Bíldshöfða, frá kl 19-22. Þetta hafa verið einstaklega hátíðleg og skemmtileg kvöld, og ég var svo heppin að vera boðið að verða á staðnum að gera jólaskreytingar. Ég ætla að að sýna ykkur smá forsmekk á jólavörunni sem búið er að setja upp í Höllinni, sem er dásamlega falleg að vanda!

//samstarf

Fimmtudaginn 7. nóvember – klukkan 19-22 🎄

Verið hjartanlega velkomin í ljúfa jólatóna, léttar veitingar í bland við skemmtilegar uppákomur.

✨Húsgagnahöllin Reykjavík✨

Eva Ruza verður skemmtanastjóri stýrir veglegu happdrætti í tilefni 60 ára afmælis Húsgagnahallarinnar. Fjarkarnir spila ljúa jólatóna. Þekktir fagurkerar frá Gotterí og gersemum og Skreytum hús verða á staðnum og gefa góð ráð. Dásamlegar veitingar og ljúffengir drykkir. Sigga Kling verður á svæðinu og spáir fyrir gestum og gangandi.

Fyrstu 60 sem versla fyrir 5.000 kr. eða meira fá glæsilegan gjafapoka.

✨Húsgagnahöllin Akureyri✨

Villi vandræðaskáld stýrir veglegu happdrætti í tilefni 60 ára afmælis Húsgagnahallarinnar og fyrstu 30 gestirnir sem versla fyrir 5.000 kr. eða meira fá glæsilega gjafapoka! Kíktu endilega við og njóttu með okkur í lifandi tónlist, léttum veitingum, meðal annars frá Kalda, Kaffitár, Nóa Síríus.

Við hlökkum til að sjá þig á jólakvöldi Húsgagnahallarinnar ❤️

Smella hér til að skrá sig á viðburð!

…Höllin er að sjálfsögðu komin í jólabúning og svo mikið til af fallegum trjám og greni, og svo verður auðvitað allt fallegra á dásamlegu Holger-bökkunum…

…og eins er Höllin í sérflokki með það hversu fallega uppsett allt skrautið er, maður fær svo mikinn innblástur og hugmyndir…

…dásamlegar Lene Bjerre bangsastyttur…

…og nýja uppáhaldið mitt í ár, þessar hérna stjörnur – elska þær…

…önnur spennandi nýjung er Holger bakkinn í nýjum lit, alveg hreint geggjaður…

…fagrir Hnotubrjótar….

…Kahler húsin eru einstaklega fögur og alveg tímalaus að mínu mati…

…bara töff…

…svo eru ótrúlega flottar jólakúlur og annað minna jólatrésskraut…

…þessar marmarastjörnur koma í tveimur stærðum og eru alveg geggjaðar…

…bæði grenið og jólatrén sem fást í Húsgagnahöllinni eru alveg í sérflokki, svo einstaklega falleg…

…svo dásamlega falleg þessi jólabox…

…hlakka til að sjá ykkur vonandi sem flest í kvöld!  

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *