…velkomin í fimmtu þáttaröðina af Skreytum Hús ♥♥ Þættirnir verða sex talsins og koma inn vikulega, fyrst á Vísir.is og síðan á Stöð 2+.
Smella hér til að horfa á þáttinn í heild sinni á Vísir.is!
…eins og áður þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er skoðaður!
Í dag kynnumst við hinum dásamlega Evert sem er að fá smá uppfærslu á herberginu sínu enda að verða 10 ára gamall, þannig að við ætlum að “gaura” aðeins upp barnaherbergið. Það er allt svona gert með það í huga að einfalt sé að breyta bara smáatriðum til þess að herbergið geti í raun bara “elst” með honum.
…herbergið var mjög snyrtilegt og fallegt, en Evert var farið að langa í breytingar: hann vildi dekkri lit, önnur ljós og í raun bara uppfæra þetta allt svoldið…
Við fórum í Slippfélagið og fengum prufur að litunum Kózýgráum, Ylju og Urð, og að lokum valdi Evert Urð!
MOODBOARD
Athugið að þetta eru beinir hlekkir á vörurnar – þið smellið bara á feitletraðann texta:
- Veggþiljur – Bauhaus
- Vegghilla – Dorma
- Skemill – JYSK
- Loftkastari – Bauhaus
- Vegghillur – JYSK
- Borðplata – Bahaus
- Vegghillur og festingar – Bauhaus
- Hægindastóll – JYSK
- Rúm – Dorma
- Geimstytta – Húsgagnahöllin
- Leikjastóll – JYSK
- Grænt teppi – JYSK
- Sængurver – JYSK
- Motta – JYSK
- Veggljós – Bauhaus
- Hengi fyrir verðlaunapeninga – JYSK
- Gardínur – JYSK
- Svartir geymslukassar – JYSK
- Litur á veggjum: Urð – Slippfélagið
- LED ljósaborði – Bauhaus
Nú það sem ég ákvað að gera, var að nota veggþiljurnar sem rúmgafl. Lausn sem ég hef notað áður og Evert sá í eldri þætti og var svo hrifin af. Enda er það nú staðreynd að það þarf ekkert alltaf að finna upp hjólið á nýjan leik…
…Evert valdi sér nýtt rúm í Dorma og við ákváðum að hafa það 120cm, sem þýðir að amma og afi geta gist í rúminu hans þegar þau koma í heimsókn, og svo er þetta frábær stærð fyrir stækkandi strák.
Rúmið heitir Natures Rest heilsudýna og er stíf dýna sem hentar þeim sem vilja mikinn og góðan stuðning. Dýnan er samsett úr 18 cm háum pokagormum umvafið af hitasprengdum svampi. Gormakerfið er gert úr tvíhertu stáli með mikinn og góðan stuðning.
Þiljurnar eru 60 cm að breidd og við notuðum tvær saman, settum ekki alveg upp við vegg og ég festi síðan led ljósaborða alveg frá gólfi og eins langt og hann náði að brún. Þá er hægt að vera með ljósasjóv þarna inni og vera samt með fallegra útlit á rýminu.
…það var síðan snilld að bæta við veggljósinu þannig að þægilegt væri að liggja í rúminu og lesa…
…fyrir ofan rúmið setti ég svo tvo ramma með Star Wars myndum sem ég pantaði af netinu og þegar hann hættir að hafa áhuga á þeim, þá má skipta út fyrir hvaða myndir sem er…
…en það er alltaf fallegast að setja plagöt í ramma frekar en beint á veggina, að mínu mati…
…við hlið rúmsins er síðan náttborðið og lampinn sem var áður…
…þegar pláss er til þá elska ég að koma fyrir hægindastólum í krakkaherbergjum. Bíður upp á gæðastundir að setjast og spjalla saman, hvort sem er fyrir foreldra eða vini. Svo er þetta bara geggjað til að sitja í og lesa og njóta…
ég fann þessa geggjuðu hillu í Dorma. En hillan minnti mig á Star Wars og mér fannst hún því kjörin til þess að stilla upp nokkrum vel völdum hlutum…
…þar sem loftið var málað líka, þá vildi ég frekar nota bara svarta gardínustöng fremur en braut. Fannst það koma fallega út. Gardínurnar eru síðan frá Jysk…
…ég ákvað að nota bara hillueiningu sem til var á heimilinu fyrir skrifborðið, en auðvelt er að skipta því út í framtíðinni – t.d. fyrir kommóðu þegar þörf er á meira geymslurými – hér er skýringarmyndin sem ég sendi á Sigga…
…og við settum síðan langa borðplötu á vegginn, en létum hana ekki ná alveg upp að vegg þannig að gluggatjöldin kæmust fallega fyrir, auk þess sem við geymdum aukastól þarna á bakvið fyrir litla bróður…
…og að sjálfsögðu var skipt um loftljós, og einfaldir en fallegir loftakastarar settir í staðinn…
…veggþiljur fórum svo á bakvið borðplötuna, ca ein og hálf og restin var sett við endann á borðplötunni…
…upphengi fyrir verðlaunapeninga…
…ég keypti síðan einfaldar hillur og festingar í Bauhaus til þess að hafa yfir skrifborðinu…
…og svo geggjaður þessi Kare geimhundur frá Húsgagnahöllinni, elska…
…litlar vegghillur frá JYSK urðu að bókahillum og mér finnst þær koma svo vel út…
…og ómissandi geymslukassar fyrir alls konar dóterí sem gaman er að leika með…
…
…umræddur LED-ljósaborði frá Bauhaus…
…útkoman varð svo bara kózý strákaherbergi sem ætti að eldast vel með eigendanum, það er auðvelt að skipta út litlu hlutunum og leyfa því að fylgja eigandanum í þroska!
…nóg af pássi til að nota og auðvelt að leyfa vin eða litla bróður, að sitja með í tölvunni eða til að teikna…
…elsku Evert alsæll í herberginu sínu…
…algjörlega dásamlega skemmtilegt verkefni fyrir dásamlegan strák, en það voru sko algjör forréttindi að kynnast honum Evert og fá að vinna þetta fyrir hann. Takk elsku Evert og Auður, að treysta mér fyrir rýminu ykkar! ♥ ♥
Fyrir og eftir myndir: