…Kraftur sem er stuðningsfélag ung fólks með krabbamein hafði samband við mig og bað mig að mynda fallegu servétturnar sem þau eru með í sölu. En þær eru samvinnuverkefni þeirra með Reykjavík Letterpress og alveg hreint dásamlega fallegar…
“Dúnmjúkar servíettur með áletrunni „Lífið er núna“ sem minnir okkur á að lifa í núinu. Hannaðar og prentaðar í samstarfi við Reykjavík Letterpress. Tilvaldar í kaffiboðið, veisluna, brúðkaupið, ferminguna og alla aðra viðburði þar sem fólk kemur saman til að lifa og njóta.”
Hægt er að velja um mismunandi stærðir (matar-og kaffi) og liti á servíettum og áletrum.
…síðan fást auðvitað armböndin og fleira sem selt er til styrktar þessum góða málstað…
…en sérvétturnar eru með áletruninni í mismunandi lit og þessi orange er t.d sérlega fallegur til að lífga upp á matarborðið, setja t.d. blóm í stíl…
…ég prufaði líka að nota armböndin sem servéttuhringi, en fannst þau ekki njóta sín nógu vel þannig…
…enda eru sérvétturnar svo fallegar bara svona eins og þær eru – textinn fær að njóta sín…
…svörtu eru líka töff, með texta í gulli eða silfri…
…en hvítu með gullinu er í uppáhaldi hjá mér…
…og litlu kaffiservétturnar eru líka einstaklega fallegar…
…ef þið viljið skoða úrvalið þá er hægt að versla beint í netverslun Krafts:
Smella hér til að skoða allt!
…geggjað að nota svona gular og glaðar til að poppa allt upp!
…vona að þið eigið notalegan sunnudag framundan ♥♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!