SkreytumHús-kvöldið í JYSK…

…á Smáratorgi var núna á fimmtudaginn. Alltaf skemmtilegt þegar að mikil vinna skilar sér svona í svona ótrúlega skemmtilegu kvöldi, svona margir sem komu og bara endalaus gleði ♥

…og þetta verður alltaf skemmtilegt þegar maður hefur uppáhalds pepparann sér við hlið – en hann Ívar er náttúrulega einstakur á allan máta…

…jólavörurnar í ár eru alveg gríðarlega fallegar, og sérstaklega – að mínu mati – þegar að maður raða þeim svona saman þannig að allt sé að passa saman. Þarna kemur smá skreytingar-OCD sterk inn…

…en þetta borð var í uppáhaldi, með grófum vösum og mikið af greni, bæði greinum og trjám, og flottu svörtu hnotubrjótunum…

…svo var náttúrulega ekki hægt að setja þetta upp án þess að hafa dúkinn dásamlega sem ég sýndi ykkur í seinasta pósti, en hann sló alveg í gegn…

…hérna vorum með smá hvítt og gyllt, ásamt auðvitað grenitrjám…

…en vá hvað ég er hrifin af hvítu jólabollunum og svo auðvitað gulltrjánum með ljósinu…

…ég er nú ekki mikil fígúrukona en þessir jólaálfar voru eitthvað einstaklega mikil krútt, og svo var svo margt í svona mosagrænu og fallegt með…

…litlu krúttaralegu jólasveinarnir í hvítu dressunum eru pattaralegir í ár, og endalaust sætir á bakka með trjám og smá snjó…

…báðir þessir trébakkar voru á sérstöku tilboði og mér finnst þeir líka sérstaklega fallegir. Alls ekkert bara jóla, ég á t.d. sjálf viðarlitaða bakkann og hef notað mikið í veislur…

…en hér sést einmitt veggurinn sem var fullur af vörunum sem voru á tilboði þetta kvöld…

…og fyrsta borðið þegar komið var inn…

…en þessir hnotubrjótar eru svo töff, sérstaklega paraðir saman með við og greni, og auðvitað kertum…

…grænu skotthúfu álfarnir, eða jólakallarnir, eða hvað við viljum kalla þessi krútt…

…svo fékk auðvitað að vera rautt með líka. En þetta er einfaldur gervikrans settur utan um aðventukertastjaka og svo smá berjalengjum bætt við – mjög einfalt…

…brúna og hvíta borðið, mikið af trjám, svörtum kertahúsum og auðvitað könglum…

…dásamlegt kombó…

…og líka sérstaklega fallegt að nota hvítu ledjólatrén í luktina með trébotninum, og þriggja hæða diskinn með kúlum, snjó og könglum…

…annar einfalur aðventuhringur og bara krans utan um, smá snjór og ledkerti. Svo má auðvitað bæta meira skrauti við fyrir þá sem vilja…

…fyrir þá sem safna í jólaþorpunum, þá er alltaf eitthvað fallegt í því…

…dásamleg þessi grænuledjólatré, og auðvitað græni hnotubrjóturinn…

…en hnotubrjótarnir koma líka í bleiku og svona beige, og glerkrukkurnar eru til enn í massavís…

…skreytingar á bakka eru alltaf svo einfaldar og fallegar, eitthvað sem allir geta gert…

…enn einn aðventuhringurinn og hérna með grenilengu ofan á og rustic kertum – sjálf elska ég svona einfaldleika…

…en það kemur líka svona ílangur aðventustjaki í gylltu, gæti líka verið fallegt að nota nokkra svona á langborð…

…og ef þið leitið að bökkum, þá er eitthvað til 🙂 og þessi fallegu gervitré eru með ljósi í og svo falleg og raunveruleg…

…svo yndislegt að hitta ykkur svona mörg ♥

…alltaf er þetta jafn ótrúlega skemmtilegt og ég er endalaust þakklát Ívari og hans fólki, sem og auðvitað JYSK fyrir að standa í þessu öllu með mér! Svo það sem skiptir öllu máli, þakklát ykkur öllum sem lögðuð leið ykkar í búðina til þess að bera þetta augum og njóta með mér/okkur!
Takk fyrir af öllu hjarta enn og aftur ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát

1 comment for “SkreytumHús-kvöldið í JYSK…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    26.10.2024 at 16:36

    Þetta hefur greinilega verið frábært kvöld 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *