Jólin hjá Joanna Gaines…

…eða öllu heldur hjá Magnolia versluninni hennar. Þetta er ótrúlega fallegt – en mjög svo einfalt og hefðbundið, í raun svo fallega “gamaldags”, mikið af þessu gæti maður jafnvel útbúið sjálfur. Dásamlegt ♥

Það þarf ekki mikið til þess að komast í jólafíling, og ein leið er t.d. að skipta út mynd í ramma.

Púðar og teppi eru einföld leið til þess að breyta til.

Grænar greinar í vasa er líka klassík, skreytum hús með grænum greinum – það segi ég alltaf.

Dásamlega hlýlegt.

Það má líka taka hversdagslega hluti, eins og rammagrúbbu, og gera jóló með smá borðum og greni.

Svo eru fallegir kransar alveg ómótstæðilegir að mínu mati!

Svo eru margar leiðir til þess að skreyta með grenilengjum.

Ahhh, þetta er allt svo fagurt ♥

All photos and copyright Magnolia.com

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *