Haustið…

…hefur verið eitthvað einstaklega fallegt núna í ár. Eða þá að ég er bara dramatísk og meyr og finnst allt verða fallegra og fallegra með árunum. Sennilegast bara blanda af báðu!
Mér þykir líka alltaf sérlega fallegt að koma með “haustið” inn, með því að fá mér falleg og haustleg blóm í vasa, sérstaklega fyrir helgarnar…

…og kertatíminn er auðvitað kominn með fullum styrk…

…það er nú alltaf kózý…

…eikarlauf og sedum í könnu, það er eldhúsvöndur að mínu skapi…

…sömu svæði að degi til og án kertasljóss…

…ég var líka búin að bíða spennt eftir að þessir vasar kæmu í JYSK og þeir gerðu það í seinustu viku…

Jokum blómapottur – smella hér!
Ivar vasi – smella hér!

…þannig að ég skundaðu í hvelli eftir þeim…

…alveg geggjaðir…

…svo er haustsólin stundum bara ómótstæðileg og maður verður bara að skella sér út og viðra hunda og menn…

…ef þið rýnið í myndina, þá takið þið eftir að það er töluvert meiri ferð á Nóanum en Molanum okkar…

…hann er bara alltaf á hlaupum…

…meðan að sá eldri dólar sér bara og hnusar af hverjum krók og kima…

…en náðist þó að stoppa hann af til að pósa fyrir myndatöku…

…ég er að tengja vel við Mola sem skilur ekkert í þessu ungviði sem hækkar og hækkar á meðan hann stendur í stað 🙂

…en þarna sést einmitt litla barnið mitt sem er orðinn ansi mikið hærri en mamma sín…

….þessir tveir eru góðir saman…

…dásamleg haustfegurð ♥♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

2 comments for “Haustið…

  1. Jovina Sveinbjörnsdóttir
    08.10.2024 at 08:00

    Þegar haustið er svona fallegt eins og Það hefur verið undanfarið 🙂

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    09.10.2024 at 22:41

    Alveg æðislegt haustið 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *