Þáttaröð 5 – 1.þáttur/Dömuherbergi á Álftanesi…

…velkomin í fimmtu þáttaröðina af Skreytum Hús ♥♥ Þættirnir verða sex talsins og koma inn vikulega, fyrst á Vísir.is og síðan á Stöð 2+.

Smella hér til að horfa á þáttinn í heild sinni á Vísir.is!

…eins og áður þá mæli ég með að horfa á þáttinn áður en pósturinn er skoðaður!

Í þessum fyrsta þætti hittum við mæðgurnar Írisi og Emilíu en þær eru einmitt nýlega fluttar á Álftanesið úr Grindavík. Þeim langaði að fá aðstoða við að gera herbergið hennar Emilíu extra notalegt og heimilislegt, eftir allt sem á undan er gengið. Það var því einstaklega gefandi og yndislegt verkefni framundan…

…herbergið var í raun bara eins og daginn sem þau fluttu inn, rúm, kommóða og lítið skrifborð, allt hlutir sem voru í gamla herberginu hennar…

…þær mæðgur vildu halda steypuútlitinu á endavegginum, sem eru svona einkennandi fyrir húsið allt og því var ákveðið að finna hlýlegan lit á móti, sem myndi virka vel með steypunni en samt koma með instant hlýleika. Ég fór því í Slippfélagið og sótti nokkrar prufur…

…litirnir sem voru að heilla okkur mest eru úr nýja litakortinu mínu og ég setti því prufur á veggina af Mjúkum 1, 2 og 3. Þegar við setjum prufur þá er alltaf gott að setja á vegg þar sem er mesta myrkrið og aðra þar sem mesta birtan er. Eins var mikilvægt að setja prufur líka við hluti sem verða áfram í rýminu, í þessu tilfelli steypuveggurinn og almennt við t.d. gólfefni eða hurðar.
En þegar við horfðum á prufurnar, þá var það Mjúkur 1 sem kom sterkastur inn (en myndin sýnir þá í réttri röð – 1 er efst, svo 2 og neðstur er 3)…

MOODBOARD

Athugið að þetta eru beinir hlekkir á vörurnar – þið smellið bara á feitletraðann texta:

Það sem er kannski svolítið skemmtilegt við þetta rými er í raun hversu “lítið” við breyttum. Stóra breytingin er auðvitað málninginn á veggina, en það að mála er alltaf fljótlegast og einfaldasta leiðin til þess að láta allt sem inni í rýminu er, njóta sín á nýjan máta!

En rúmið og kommóðan er á sama stað og við bættum í raun bara við “litlum” aukahlutum, og einni stórri borðplötu. En breytingin var samt mikil…

Þar sem steypulookið er í eðli sínu frekar svona kalt og hrátt, þá fannst mér mikilvægt að ná inn smá höfðagafli, svona til að ramma inn rúmið. En ég vildi alls ekki hafa rúmgaflinn of stóran, því að veggurinn þarf líka að njóta sín. Smá flókið en við fundum lausn, auðvitað!

Mynd fengin af heimasíðu JYSK

Í JYSK fann ég bekk sem er með bogalaga opnanlegu loki og mér datt í hug að þarna gæti verið komin einmitt rétta lausnin, sérstaklega þegar við keyptum líka nýtt áklæði á botninn og þetta tvennt var í raun alveg í stíl hvort við annað…

Bara að fá smá svona rúmgafl, það umbreytti alveg rúminu og rýminu – það gerði bara allt svo hlýlegt alveg um leið.

Þar sem plássið við rúmið var ekkert gríðarlega mikið, en ég vildi endilega koma litlu náttborði þarna inn, þá var þessi blómastandur með marmarabakka alveg hreint eins og sniðinn inn.

Það eru strimlagardínur í öllum gluggum, og þær vildu halda þeim til þess að halda útiliti hússins samræmdu. En til þess að gefa aftur meiri hlýleika og kózýheit inni í herberginu, þá settum við gardínustöng og voalgardínur yfir – aftur mjög svo einföld leið til þess að auka kózýfaktorinn.

Áður var Emilía með frekar lítið snyrti/skrifborð og þráði að fá meira pláss til þess að athafna sig. En hins vegar þurfti hún líka að hafa kommóðuna áfram inni og því fannst mér kjörið að finna bara fallega borðplötu og setja bara alveg eftir lengdinni á herberginu. Þá erum við komin með eina heild og þægilega aðstöðu fyrir hana.

Við pössuðum bara að hafa pláss upp við gluggann til þess að koma gardínum fyrir og pláss við vegginn með hurðinni þannig að hægt væri að geyma eitthvað þar. Eins er sniðugt að hafa plötuna ekki alveg þétt við vegginn svo hægt sé að koma snúrum á bakvið.

Stóllinn var líka fullkomin þarna inn, bæði svo ótrúlega fallegur og þægilegur og eftir að ég prufaði hann í Húsgagnahöllinni þá var ekki aftur snúið.

Svo, ef þið viljið ná inn hlýleika, þá er gull og brass alveg hreint það sem þið skulið leita eftir. Fann geggjaðan gullspegil í Dorma, lampa í Bauhaus og glerbox fyrir skartið í JYSK.

Þegar við erum komin með svona langa borðplötu, þá þarf að setja eitthvað fyrir ofan hana og þegar ég fann þessar nýju hillur í JYSK þá féll ég alveg fyrir þeim. En, takið eftir að ég keypti tvær og setti saman.

Hillur eru líka alltaf snilldar innspýting af persónuleika inn í herbergi, bara setja allt það sem þér þykir fallegt og vilt umkringja þig með.

Svo er líka snilld að vera með geymslubox sem eru falleg, þá eru þau bara til prýðis inni í rýminu og eins eru stórir bakkar frábærir til þess að safna saman hinu og þessu, sem annars yrði kannski bara draslaralegt á borði.

Á sama tíma og ég fann þessa fallegu vegghillu í JYSK þá rakst ég á fatahengið sem er í raun í stíl. Frístandandi og akkurat það sem vantaði til þess að hægt væri að stilla upp skóm og fötum sem manni langar að hafa fyrir augunum.

Það er líka pláss til þess að ýta fatahenginu við hliðina á kommóðunni til þess að það taki minna pláss.

Á bakvið hurðina settum við síðan upp spegilinn sem var áður í herberginu og bættum við nokkrum snögum fyrir veski og slíkt.

Síðan fannst mér það fullkomið að setja fallegu hringveggstjakana úr Húsgagnahöllinni fyrir ofan rúmið. En þeir geta auðvitað líka verið litlar hillur og gefa svo fallega fyllingu í hvaða rými sem er.

Á rúmið setti ég síðan falleg rúmföt og rúmteppi, mjúkan púða og allt kom mjög svo fallega saman.

Svo til að fullkomna allt, þá kom heimiliskisan inn og það var næstum eins og herbergið eftir verið hannað í litapallettu fyrir hana ♥♥

Yndislegar mæðgur og ótrúlega skemmtilegt verkefni. Svo ánægjulegt að fá að hjálpa þeim að gera sér hreiður eftir þrautirnar sem hafa verið undanfarið og ég er endalaust ánægð með svona góða nágrana hérna á fallega Álftanesinu mínu!
Elsku Íris og Emilía, takk fyrir að treysta mér fyrir rýminu ykkar ♥♥

Fyrir og eftir myndirnar!

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

2 comments for “Þáttaröð 5 – 1.þáttur/Dömuherbergi á Álftanesi…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    03.11.2024 at 14:43

    Þetta er æðislegt 🙂

  2. Guðlaug Ragna Jónsdóttir
    04.11.2024 at 22:44

    Takk kærlega fyrir upplýsingarnar. Mjög fallegt hjá þér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *