Nýtt herbergi sonarins…

…ok loksins að vinna upp syndir og hér kemur strákaherbergið. En eins og ég sýndi ykkur hér – nýtt dömuherbergi – þá svissuðu systkinin herbergjum. Ég ætlaði að vera búin að sýna ykkur strákaherbergið, en það er ýmislegt búið að vera í gangi og ég var bara að fá gardínurnar styttar.
En hér kemur það sem sé.

Fyrsta vers var að velja lit. Nýtt litakort kom út núna um daginn í samvinnu við Slippfélagið (sjá hérna) og ég sýndi ykkur það í þessum pósti (smella hér). Þar sem ég vissi að hann vildi í raun ekki hafa neitt mikið inni hjá sér þá fannst mér kjörið að finna lit sem myndi gefa ákveðna fyllingu og hlýleika.

Við fórum því í Mosa-litina, sem koma sem: Mosi 1, Mosi 2 og Mosi 3. Mosi 1 verandi sjá ljósasti og svo dökkna þeir. En það varð í raun ekki mikið vandamál að velja því að Mosi 2 var strax áberandi fallegastur þarna inni og allir sammála…

…ótrúlega mikilvægt þegar þið prufið liti að setja á bjartasta staðinn, vegginn á móti glugga t.d. og svo á vegginn við hlið gluggans þar sem myrkur er oft mest. Eins að máta litinn við hurðakarma og við parketið…

…hérna sjáið þið þegar við erum byrjuð að mála Mosa 2 yfir báða hina litina…

…Nói var fljótur að finna út að fataskápurinn var öruggasti staðurinn og þar gat hann legið óáreittur…

…nú þegar liturinn var kominn á vegg þá var ég alveg heilluð, hann er dásamlegur…

…og hafið það í huga að það er “lítið að marka” að sjá liti á síma/tölvuskjá. T.d. hér á annarri myndinni skín sólin inn en ekki á hinni og þið sjáið litamuninn á bæði vegg og lampa…

…Sortebro-borðið var ég búin að vera með inni í herbergi dótturinnar og við notuðum það áfram hérna, en bættum ofan á marmaradiskamottum til þess að breyta aðeins útliti…

Sortebro hjólaborð – smella hér!
Marmara diskamotta – smella hér!

…og þegar allt er komið á sinn stað, þá var útkoman þessi…

…eins og þið sjáið á þessum myndum þá er alveg ótrúlega mikill munur á því að setja upp veggpanilinn. En við völdum þann ódýrasta svarta í Bauhaus.

Svartur hljóvistarpanill í Bauhaus – smella hér!

Rúmið er 120cm og tvær panilplötur eru því akkurat 120 cm, en ég vildi hafa þetta aðeins breiðara og við bættum því við smávegis af plötu til viðbótar. Svo set ég ekki plötuna alveg inn í hornið, finnst fallegra að sjá aðeins í vegginn…

…þið sjáið betur plötuna hérna, en mér finnst þetta koma svo skemmtilega út að hafa hana svona aðeins út fyrir rúmið sjálft. Eins fannst mér gaman að sjá bækurnar og eitthvað svona smálegt til þess að skreyta borðið…

…og talandi um panilplöturnar, þá settum við líka smábút á vegginn á móti rúminu, en þar er planið að setja sjónvarp og þá mun það vera einfalt að fela snúruna af því…

…augsýnilega er dottinn bíladella í minn mann og hann valdi sér þessar af netinu og við pöntuðum þær…

…hillan er gömul úr Ikea og var í herbergi dótturinnar og við nýttum hana bara áfram. Nema í þetta sinn fékk hún að geyma sportbílasafn sem kemur frá eiginmanninum, sem þótti ekkert leiðinlegt að sjá soninn feta sömu braut og verða bílaáhugamaður…

…svo er það skrifborðið og grænu gardínurnar, og stóllinn sem sonurinn ætlaði ekki að vilja…

Austra gardínur í grænu – smella hér!

…við settum rúmlega einn panil á vegginn á bakvið tölvuskjáina, felur snúrur og smávegis skjái líka…

…örlítið punt á veggi, því það bara þarf sko – annars verður þetta alltof tómlegt…

…og bara svona til að sýna ykkur muninn, þegar það vantar gardínur, panil og mottu – þá er þetta bara berrassað allt saman…

…ég fann stólinn í söluhóp á Facebook og spreyjaði stólfæturnar svartar. Fyrst fannst syninum þetta vera algjör óþarfi sko, honum vantaði alls ekki stól. Síðan stólinn kominn inn þá hefur hann setið svona í honum í góðum félagsskap og hefur viðkennt að þetta sé einn af hans uppáhaldshlutum þarna inni.

Hérna eru grænu gardínurnar í styttingu, en það kemur líka vel út að hafa bara hvítar – en aftur að óskum sonarins sem vildi hafa þykkar gardínur og að geta haft meira dimmt þarna inni…

…bara svolítið kózý stemming þarna hjá unga manninum, sem vildi í raun engann óþarfa þarna inn – og valdi sitt sjálfur, en þó auðvitað með hjálp frá mömmu sinni…

…þar sem gardínurnar eru 300cm þá þurfti að stytta þær og við notuðum afganginn og gerðum púða í rúmið í stíl…

…og á bakvið hurðina komum við fyrir spegli, því að outfit-tjékk eru víst bráðnauðsynleg…

…og smá svona í allar áttir, til þess að þið sjáið heildina…

…svona er stemmarinn í þessu unglingaherbergi – og íbúinn er alsáttur!
Annars segi ég bara góða helgi og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *