September…

…kom og fór í einum hvelli. Ég held í alvöru að þetta sé styðsti mánuður sem ég hef upplifað lengi, það var varla að maður tæki eftir honum. Kannski af því að vor og haust runnu saman í eitt og við misstum næstum af sumrinu, það er ein kenning.

En með september kemur rútínan, allir fara í skóla og vinnu. Ég notaði því tækifærið og tók allt smá í gegn hérna heima, þreif vel og er mikið að skipuleggja mig…

…það er samt eitthvað extra kózý við þennan árstíma…

…nóg af kertum, púðar og teppi, og auðvitað blóm í vasa…

…það þarf oft ekkert svo mikið til þess að kóza upp, stundum bara smá auka viðleitni – diskamottur og servéttur t.d…

…mér þykir reyndar alltaf extra kózý að hafa hunda á heimilinu, en það er bara mitt sko…

…reyndar kannski ekki mitt, t.d. þessi sófi er ekki lengur okkar heldur er hann Nói algjörlega búinn að eigna sér hann…

…er þó stundum tilbúinn að leyfa Mola að vera memm…

…upphalds jólatrén mín frá Kerr en ég tímdi aldrei að pakka þeim niður eftir jólin seinustu…

…og myndirnar úr fermingarmyndatökunni eru enn að fá að njóta sín…

…einfaldleiki á arinhillunni…

…eins og áður sagði, hann á þennan sófa…

…skuldlaust 🙂

…Moli, eins og Raffi og Stormur gerðu áður, leitar alltaf í að liggja í sólinni á eldhúsgólfinu…

…nú eða þá að hann fær að hafa sófann sem hann átti nú líka áður…

…og hr. Nói kemur sér fyrir á gólfinu…

…annars er ég nýbúin að koma gerviólífutrénu frá JYSK fyrir í þessum potti og er að elska hvernig það kemur út…

…sjá þessa löngu haustskugga, eins gott að njóta sólarinnar á meðan við höfum hana, ekki satt ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

3 comments for “September…

  1. Rósa Gísladóttir
    30.09.2024 at 08:45

    Yndislega kósý og fallegt hjá þér 🥰

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    30.09.2024 at 14:20

    Svakalega flott allt saman 🙂

  3. Jovina Sveinbjörnsdóttir
    03.10.2024 at 08:17

    Og gæludýrin gera allt fallegra 🥰

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *