Danskir dagar…

…í tilefni af dönskum dögum í Húsgagnahöllinni (sem eru út mánuðinn) þá kom út bæklingur og mig langaði að deila því sem var að heilla mig sem mest…

Smella til að skoða bækling!

Húsgagnahöllin er með auglýsingu hérna á síðunni en þessi póstur er unnin að mínu frumkvæði og ég valdi sjálf til allar þær vörur sem ég sýni hér í póstinum!

Construct einingasófinn er ótrúlega fallegur, þægilegur og snilld að geta aðlagað hann að þínu rými. Það eru þrjár mismunandi útgáfur sem hver hefur sinn sérstaka svip – frá léttu skandinavísku útliti yfir í kassískan setustofustíl. Þú velur svo áklæði, fætur og arma sem eru þér að skapi og færð þannig draumasófann þinn!

Construct einingasófinn – bæklingur!

Aspen sófarnir eru í tveimur litum, koma í bandaðri leðurblöndu, og hægt að kaupa aukalega hnakkapúða og skemla. Algjörlega klassískir sófar og svo fallegir.

Aspen sófar – smella hér!

Columbia sófinn greip strax augað, enda ótrúlega fallegur að sjá og þessi litur er eitthvað annað – dásamlegur! En svo kemur hann reyndar líka í grænu og ljósum lit.

Columbia sófar – smella hér!

Ég er lengi búin að hafa augastað á Nes sófunum, mér finnst þeir einstaklega stílhreinir og fallegir. En svo að sama skapi þá heillast ég endalaust af Kos sófunum, allir þessir púðar eru ómótstæðilegir!

Nes sófar – smella hér!
Kos sófar – smella hér!

Friday sófarnir hafa verið með vinsælustu sjónvarpssófunum í lengri tíma, enda súper þægilegir og flottir. Svo eru líka margar útfærslur og svo fallegir mildir litir.

Friday sófar – smella hér!

Pinto sófinn er líka æði, þessir fætur eru svo töff og hann er líka mjög svona mjúkur og notó. Ég notaði hann einmitt í einu verkefni í Skreytum Hús þætti og féll alveg fyrir honum þar!

Pinto sófar – smella hér!

Wilson er með snilldarfítus, en það er hægt að hækka og lækka bakið! Svo er hann glæsilegur með þessu stungna áklæði.

Wilson sófar – smella hér!

Core línan er svo falleg, til í háum skápum, skenkum og sjónvarpsskápum. Ganga bara alls staðar, geggjaðir fyrir þá sem eiga fallega hluti og vilja stilla þeim upp.

Core skápar – smella hér!

Nýrri lína er síðan Latína skáparnir, í þessum djúpa dökka viðartón – svo fallegir!

Latína skápar – smella hér!

Siena skápar og borð í svartri eik eru mjög trendí núna, ég er alveg ótrúlega hrifin af sófaborðinu t.d.

Siena línan – smella hér!

Nú og fyrir þá sem vilja ekki svart, þá kemur Nola línan í reyktri og natur eik – þetta er svo geggjað fallegt.

Nola línan – smella hér!

Fyrir stórfjölskylduna þá toppa fá borð þetta hér – 544cm í fullri stækkun. En Skovby borðið er einstaklega fallegt og algjörlega tímalaust. Það er mest hægt að stækka borðið um 6 plötur og þær geymast allar í borðinu sjálfu. Endalaust fagurt og snjallt!

Skovby á tilboði – smella hér!

Mæli með að kíkja á blaðið, því hér taldi ég bara upp örfáa hluti, en það er fullt af fleiru ♥

Smella til að skoða bækling!

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *