Góðir hlutir gerast hægt – stundum…

…meira að segja mjöööööööög hægt! Við fluttum inn í húsið okkar hérna vorið 2008. Þá með dótturina 2ja ára og sonurinn ekki fæddur. Þetta var auðvitað þegar að hrunið var nýskeð og allir svona í lausu lofti.
Við vorum í stórbreytingum hérna heima, skiptum um gólfefni og settum hita í gólf, loftaplötur, baðherbergi, tókum niður veggi, nýtt eldhús og nýtt baðherbergi. Sem sé – stór pakki.

Gamla baðið þegar við keyptum

Eitt af því sem við ætluðum ekki að fara í strax var baðherbergið, en ég fékk hins vegar smá tremma og við ákváðum að taka það um leið og allt hitt – sem betur fer, því í ljós kom leki undir sturtu og baði, bleyta í veggjum og það hefði verið mikið verra að gera þetta eftir á.

En við vorum því að reyna að spara t.d inni á baðinu og gerðum allt nema sturtuna. Eða þar að segja, við gerðum allt fyrir sturtuna nema glerið, sem við vissum að þyrfti að sérgera þarna inn.

Ef við skoðum tímalínuna, fluttum inn 2008 – núna er 2024 og en ekkert sturtugler 🙂

Núna er þessi 2ja ára orðin 18 ára plús og sonurinn 14 ára, og bæði hótuðu brottflutningum hið snarasta ef það kæmi ekki sturta fljótlega. Það var því ekki annað í boði en að fara í að sérsníða sér stakk eftir vexti – tjaaa eða gler eftir flísum og blöndunartækjum.

Ég fór því í rakleitt í Íspan (samstarf) til þess að fá aðstoð við þetta verkefni og skoða hugmyndir. Gott að mæta vopnuð myndum af baðinu sínu, auk þess sem ég var með málsetningu á þessu öllu á hreinu. Baðherbergið er nefnilega fremur smátt og því ekki hægt að henda þarna inn hvaða sturtu gleri sem er, sérstaklega þar sem hurðin er þarna beint við hliðina, en ég var með hugmynd í hausnum af því hvernig ég sá þetta fyrir mér.

Ég vildi sem sé fast gler sem kæmi fram fyrir blöndunartækin, en hliðarnar væru svo hreyfanlegar. Sölumaður hjá Íspan setti þetta upp fyrir mig og gerði verðtilboð, síðan bjóða þeir upp á að kaupa þjónustu fagmanna til þess að mæta á svæðið og gera allar mælingar, og svo fyrir uppsetningu – sem er auðvitað bara snilld, og okkur fannst það möst í svona nákvæmnisverk.

Hér finnið þið upplýsingar um sturtugler hjá Íspan!

Þannig að hingað kom mælingamaður og þetta var allt saman mælt sundur og saman. Íspan býður upp á þrjár tegundir af sturtugleri, hefðbundið, grátt og Timeless.

Við völdum Timeless glerið sem er með áferð sem lokar yfirborði glersins og myndar þannig varnarhjúp sem eykur endingu glersins. Kristaltærir eiginleikar glersins lýsa sér í mótstöðu gegn tæringu af völdum gufu, raka og efnasambanda sem finna má í mörgum hreinsiefnum. Glerið hentar einstaklega vel þar sem kísill er í vatni.

Smella hér til að skoða upplýsingar um Timeless glerið á heimasíðu Íspan!

Það tók síðan nokkrar vikur að útbúa sérpöntun, en svo mætti bíllinn hér fyrir utan.

Hér erum við t.d. í miðju ferli og fasta hliðin er komin upp.

En svo kláraðist þetta og allt í einu, flissss allt í einu er ekki rétta orðasambandið – þegar við erum að tala um 16 árum seinna – en við erum bara komin með sturtuklefa.

Þarna sjáið þið líka vel föstu hliðina, en báðar hliðarnar eru opnan/færanlegar.

Þannig að við getum lagt þær svona hvora að annarri, og þá er meira pláss þarna inn og auðveldara að opna hurðina meira.

Við völdum líka svarta prófíla, því mér fannst það bara koma betur út en krómlitaðir, svona meira afgerandi. Snagarnir eru líka snilld, ég pantaði þá reyndar á netinu en svo þægilegt að geta hengt handklæði eða sloppa þarna á.

Þið sjáið líka hérna hvernig svarti liturinn kallast á við innréttinguna.

Skemmt er frá því að segja að börnin okkar eru alsæl, dóttirin heldur því fram að þetta sé það besta sem við höfum gert – þannig að það er greinilega sniðugt að halda einhverju svona, sem hefði átt að vera búið að gerast fyrir lööööööööngu síðan, eftir og klára það bara seint og síðar meir.

Framan af var þetta ekkert vandamál, því að þegar krakkarnir voru lítil þá fannst þeim bara æði að fara í baðið en tímarnir breytast víst, og guð veit að ég er að elska þetta líka!

Nú er skemmtilegt að geta sagt ykkur að Íspan ætlar að vera með afslátt fyrir ykkur núna út október. Þannig að það er um að gera að nýta tækifærið, ef ykkur vantar sturtuklefa eða bara fallegan spegil, og nýta sér nú frábær kjör! Það er enginn sérstakur kóði – þið bara biðjið um SkreytumHús-afsláttinn, og þurfið ekki að bíða í 16ár!

Íspan – afsláttarkjör:
20% afslátt af sturtugler, ljósaspeglum og speglum!

Vona að þið hafið haft gaman af að fara í þessa langferð með mér í sturtu, þannig að ég segi bara njótið dagsins og helgarinnar ♥

Íspan – heimasíða
Íspan – Instagram
Íspan – Facebook

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

2 comments for “Góðir hlutir gerast hægt – stundum…

  1. Ragna Birgisdóttir
    21.09.2024 at 11:16

    Góðan daginn.
    Frábært hjá ykkur eins og allt sem þú gerir og framkvæmir. Við hjónin fórum í svona breytingar fyrir nokkrum árum. Okkar baðherbergi er ekki stór og múrarameistarinn bróðir mannsins mín kom með þá lausn að snúa hurðinni inn á bað þannig að hún opnast fram á gang og hlífir þar með glerinu á sturtunni frá hnjaski.kemur ótrúlega ver út. Bestu kveðjur <3 <3 <3

  2. Sigríður Þórhallsdóttir
    21.09.2024 at 14:34

    Geggjað flott 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *