VilmaHome.com

…mér finnst gaman að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.

Þessir póstar eru unnir af mínu frumkvæði og einfaldlega vegna þess að mig langar að dreila með ykkur því sem mér þykir fallegt og sniðugt. Í þetta sinn langar mig að segja ykkur frá vefversluninni VilmaHome.com sem hún Vilma vinkona mín á. Auk þess er afsláttarkóði í lok póstsins sem þið getið nýtt ykkur út 16.september og gefur 20% af öllu á síðunni.

VilmaHome.com – heimasíða!

Þið þekkið eflaust margar orðið hana Vilmu, en hún hefur starfað lengi í JYSK en núna fyrir rúmu ári þá ákvað hún að starta sínum eigin rekstri og gerði það með svoleiðis gustung. En hún er sem sé brúsakonan okkar allra. Konan sem sér um að íslendingar séu pottþétt að drekka nóg af vatni, allan daginn 🙂

En þetta byrjaði allt sakleysislega með einum svörtum brúsa – mjög góð byrjun! En síðan er þetta heldur betur búið að vinda upp á sig og ég hef ekki tölu lengur á litum eða týpum af brúsum sem til eru. En það eru þessir klassísku:

Glös með haldi – smella hér!

Glösin eru snilld þar sem þau halda heitu eða köldu, og sem dæmi má nefna að þegar við vorum úti á Spáni í yfir 30 stiga hita og geymdum glasið úti í bíl, þá voru enn klakar og kaldir drykkir þegar maður sneri aftur í bílinn…

…glösin koma svo í tveimur stærðum: 1200ml og 870ml…

…og síðan hafa auðvitað komið alls konar fleiri týpur, krakkabrúsar og brúsar án handfangs, og svo komu líka geggjuð glös fyrir útilegurnar…

…en þar að auki eru líka alls konar fleiri vörur, silkisettin hafa t.d verið vinsæl…

Húð og hár vörur – smella hér!

…og nýjasta viðbótin er litla viftan sem er geggjuð fyrir þá sem elska húðdekur…

…og já, hinar ýmsu snyrtitöskur…

…hún er líka með ýmislegt fagurt fyrir heimilið og ostahnífasettin eru t.d. í uppáhaldi hjá mér…

…og koma líka í silfri…

…og líka geggjaðar glerkrukkur sem eru svo fallegar í eldhúsið…

…nýjasta æðið inni á síðunni eru Hydro-glösin sem eru snilld. Munurinn á þeim og orginal glösunum er að rörið er innbyggt í lokið og því hægt að loka því án þess að sullist úr brúsanum…

Hydro glös – smella hér!

…eins og þið sjáið þá er ótal margt til og þið verðið bara að smella ykkur þarna inn og skoða, eins ef þið farið inn á Instagram hjá mér – þá er leikur í gangi þar sem þið getið unnið brúsa fyrir tvo. Þannig að endilega kíkið á það, þið finnið hann undir þessari mynd:

Smella til að taka þátt!

Þið notið kóðann SKREYTUMHUS og hann gefur ykkur 20% afslátt af öllum vörum inni á www.Vilmahome.com og gildir út næsta mánudag!

Vona að þið hafið haft gaman að og elsku Vilma – takk fyrir afsláttarkóðann ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *