Munchen I…

…í febrúar komu í sölu miðar á tónleika hjá Adele sem áttu að fara fram í Munchen í Þýskalandi. Mig hefur dreymt um að sjá hana í ansi mörg ár og því varð af að ég keypti tvo miða, sem ég var svo elskuleg að þiggja í afmælisgjöf frá sjálfri mér og famelíunni. Fallega gert af mér!

Það var því á fimmtudegi að mjög svo spennt Soffia, og aðeins minna spenntur eiginmaður snæddu morgunverð í Leifsstöð og stigu svo í flugvél á leið til Germany…

…við tókum bara rútu frá flustöðinni og niður í bæ, mjög einfalt og kostaði rétt rúmlega 20 evrur og borgin er mjög falleg…

…rútan stoppaði við aðallestarstöðina og þar beint á móti var hótelið sem við bókuðum okkur herbergi á:
Le Meridien Munich, þannig að þetta var allt saman mjög þægilegt.

Hótelið var líka á súper staðsetningu, stutt að labba í miðbæinn og mjög miðsvæðið, auk þess að vera bara mjög huggulegt!

…ca 3 mín labb frá hótelinu var síðan ítalskur veitingastaður og þar með vorum við í góðum málum fyrsta kvöldið…

…í rútunni frá flugvellinum rak ég augun í stóra styttu sem mig langaði svo mikið að sjá betur. En ég rak líka augun í Tamaris verslun, silly me að hafa ekki fattað að Tamaris skór eru auðvitað þýskir og morguninn eftir tókum við því leigubíl í þessa búð sem er við Leopoldstrasse. Hinum megin við götuna var svo styttan, þannig að þetta var allt saman að ganga upp án þess þó að vera planað.

The Walking Man er skúlptúr frá 1995 og er eftir listamanninn Jonathan Borofsky. Styttan er 17 metrar á hæð og vegur um 16.tonn. Hún stendur fyrir framan Munich Re bygginguna á Leopoldstrasse. Ótrúlega áhrifamikið og flott listaverk.

…við fundum síðan veitingastað rétt hjá, þar sem ég gat starað á styttuna og fengið mér léttan morgun/hádegisverð – á meðan aðrir tóku upp á kæruleysi í hitanum 😉 …

…síðan var gengið áfram eftir Leopoldstrasse, og þetta var alls ekkert planað heldur gengum við bara í þátt sem við komum úr í leigubílnum og það var svona líka góð hugmynd…

…stoppuðum og gægðumst m.a. inn á lítið og látlaust bókasafn…

…og svo fundum við höllina sem við áttum eftir að heimsækja síðar í ferðinni – Residenz München. En um er að ræða fyrrum koningshöll Wittelsback konunganna í Bæjaralandi.

…og þar í garðinum má finna listaverk á veggjum úti…

…og hinum megin við götuna rak ég augun í kirkju og ég elska að fara inn í kirkjur á ferðalögum erlendis. Þannig að hér var fyrsta slíka heimsóknin af þó nokkrum. Þetta er Theatine kirkjan, sem er kaþólsk kirkja…

…hún var byggð á árunum 1663-1690, sem þakklætisviottur Ferdinand Maria kjörforseta og eiginkonu hans, Henriette Adalaide frá Savoy, sem þakklætisvottur fyrir fæðingu sonar þeirra. Langþráðs eringja bæversku krúnunnar, Max Emanyal prins, f. 1662.

…hún er í ítölskum hábarokkstíl, og þar eru meðan annars tveir 66m háir turnar auk þess sem hvelfingin er 71 metra há. Ótrúlegt alveg að sjá…

…horft í átt að hvelfingunni…

…og þarna sést upp…

…og alveg efst, í 71 metra hæð er listaverk og allt loftið er skreytt…

…eftir öll þessi mikilfenglegheit var ekkert annað í stöðunni en að fá sér bara hressingu og smá Tiramisu varð fyrir valinu og svo bara rölt meira og skoðað það sem fyrir augu bar…

…og allt í einu sáum við að við vorum bara komin beint á Marienplatz sem er miðtorgið í miðbænum og hefur verið það síðan 1158. Þessi aðalturn sem sést á myndinni var reistur 1874 og í því er Glockenspiel sem er enn í dag virkt og mikið af ferðamönnum stoppa þarna til að horfa á. Ofsalega mikið af fallegum blómum í borginni og unun að skoða hversu fallega húsin eru t.d. skreytt með sumarblómunum…

…datt inn í ofsalega fallega H&M Home, þar sem var meira að segja blómabúð – en náði ekkert að mynda þar nema þessa einu mynd því…

…nú var spretturinn tekinn upp á hótel og smá sjæning tekin á sjálfa sig…

…og komið að eiginlegum tilfangi ferðarinnar – tónleikar Adele. En fyrir þessa 10 tónleika var byggður sér vettvangur, sem tók “bara” 80.þús manns í sæti, auk þess sem það var svæði með veitingastöðum og parísarhjóli og alls konar slíku – bara fyrir tónleikagestina…

…og hún er stórkostleg! Magnað að hlusta á hana live og heyra að hún er bara nákvæmlega eins og þegar þú hlustar á upptökur, nema bara svo fyndin og sönn eitthvað. Fullt hús stiga til hennar…

…og í lok dags, þá var eiginlega orðin smá bugun! Þetta var langur dagur!

…svo sefur maður og vaknar bara hress og ferskur og heldur út í glænýjan dag…

…fleiri kirkjur, auðvitað! Allar svo látlausar eða þannig! 🙂

St. Michael’s er jesúítakirkja í München. Kirkjan var loks vígð árið 1597, eftir fjórtán ára byggingu. Þegar Jesúítar voru bældir niður og bannaðir frá flestum kaþólskum svæðum í Evrópu , komst kirkjan í eigu 
Bæjaralands konungsfjölskyldu og að lokum Bæjaralandsríkis, þegar Þýskaland varð lýðveldi.
Hún er stærsta endurreisnarkirkjan norður af Ölpunum. Stíll hússins hafði gífurleg áhrif á suður-þýska snemma barokk arkitektúr .

…Altaristöflan „Annunciation“ var búin til af Peter Candid (1587).

…ótrúlega magnaðar þessar byggingar, og það sem að eyðilagðist í loftárásum í seinni heimstyrjöldinni hefur verið endurbyggt og lagað…

…svo var líka dottið inn í öðruvísi byggingar og alls ekki eins mikilfenglegar 😉

…dæmi og hversu fallegar húsin eru blómum prýdd…

…og svo var komið að hádegismat, enda heitt úti og búið að ganga mikið…

…ég sat við vegg og tók upp símann til þess að mynda matinn, eins og maður gerir auðvitað, og myndavélin sneri að mér…

…ég fékk því ansi gott hláturskast þegar að ég uppgvötaði að ég var hreinlega í felulitum við vegginn inni á veitingastaðnum, þetta voru bara nákvæmlega sömu litir og í kjólnum mínum sem varð til þess að ég hló mikið og tók margar myndir – enda komin með bakgrunn að mínu skapi…

…og gengum við aftur niður göngugötuna, fram hjá Marienplatz og haldið ekki að ég hafi rekið augun í kirkju og náð að sannfæra eiginmanninn um að ég yrði að kíkja stutt inn. En þessi kirkja heitir Heilig-Geist Kirche, eða Kirkja heilags anda. Hún á sögu sína að rekja til þrettándu aldar, en fyrst er minnst á hana í kringum 1250. Hún er því elsta kirkja borgarinnar,

…ég greip svo andann á lofti þegar ég gekk inn og horfði upp í loft og horfði á dásamlega hvlofþakið sem er skreytt ferskum síðan 1724-1730 og þar hafði verið strengt net og í það sett fjöldinn allur af pappírfuglum sem “flögruðu” um þarna inni, stórkostlegt!

…verkið heitir “Hvítar dúfur” og er eftir Michael Pendry. Ótrúlega einfalt en samt svo áhrifamikið og endalaust fallegt. Ég á eftir að hugsa um þetta lengi…

…komið að kvöldi og við vorum ansi útgengin aftur, því skunduðum við á sama ítalska veitingastaðinn – rétt hjá hótelinu og það var dásemd – Ca’D’oro | Ristorante & Pizza Napoletana.

…stóðum okkur bara ágætlega, þrátt fyrir að dagurinn á undan hafi haft vinninginn!

…sunnudagurinn var síðan seinasti heili dagurinn okkar, og auk þess var rigning. Ég var búin að skoða höll sem átti að vera í ca 40mín fjarlægð en það var frekar dýrt að kaupa aðgangseyri auk þess að það var ekki gaman að ætla að labba um garðana í rigningu. Eiginmaðurinn fann þá höll rétt hjá okkur, sem ég minntist á fyrr í póstinum, og þangað lá leið okkar – og það, það er sérpóstur!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *