Nýtt litakort…

Nú er að komið út nýtt litakort Skreytum Hús og Slippfélagsins. Þetta er þriðja kortið sem við gefum út saman og samstarf sem hefur verið í meira en 12 ár, og ég er sko alveg ótrúlega stolt af spennt að sýna ykkur “barnið” okkar.

…fyrsta kortið okkar saman kom út 2016 og það næsta 2020…

…en yfir í nýja kortið. Við setjum ekki alla litina í kortið, heldur sérvöldum við nokkra inn. En að sjálfsögðu má finna alla litina á heimasíðu Slippfélagsins og enn hægt að fá þá alla.

Smella til að skoða alla Skreytum Hús-litina á heimasíðu Slippfélagsins!

…en í nýja kortið settum við svona ákveðna litasögu, og þá liti sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér núna: Dömugrár og Gauragrár voru notaðir í barnaherbergin á sínum tíma og heita eftir “nöfnum barnanna” hérna á blogginu, Draumagrár er alveg dásamlegur og er enn hér á alrýminu. Mjallhvít er líka þessi hlýi hvíti liturinn sem passar alls staðar.

Síðan eru það nýrri litir: Ósk, Væri, Ylja og Ró, en þeir komu allir inn nýir í seinasta litakortinu mínu…

Rómó litirnir þrír hafa verið svo vinsælir og fólk hrifið af því að geta fundið sér lit og valið á milli styrkleika litarins þannig að þar að auki þá valdi ég þrjá liti sem voru í uppáhaldi hjá mér og við gerðum slíkt hið sama við þá – þannig að það má segja að við séum í ákveðinni endurvinnslu á litunum mínum…

…fyrsti liturinn sem varð til í samvinnu minni við Slippfélagið var Skreytum Hús-liturinn, en hann er enn í dag gríðarlega vinsæll og útfrá honum varð liturinn Mjúkur 1, 2 og 3

…en það er alltaf svo gaman að finna einmitt rétta tóninn sem er að henta þér og þínu rými, að láta lýsa aðeins eða dekkja aðeins og núna ertu einmitt með þetta beint fyrir framan þig – en endilega hafið í huga að það er mjög erfitt að sjá litina rétt í gegnum tölvu- eðs símaskjá þar sem stillingar á hverju og einu tæki eru mismunandi. Brúnir og beislitaðir litir eru mjög vinsælir einmitt núna og því gaman að taka elsta litinn og leyfa honum að njóta sín núna í Mjúkum 1, 2 og 3..

…næstu litir voru unnir út frá litnum Lekker sem hefur líka verið að koma ótrúlega sterkur inn, og frá honum koma litirnir Mildur 1, 2 og 3

Liturinn Lekker er einstaklega þægilegur og “mildur” það er bara orðið. Hann er svona bleikur með svona ferkjulituðum, brúnum undirtóni – sem hljómar eflaust skringilega, en virkar alveg fullkomlega. Núna er því hægt að velja um þrjá fullkomna Milda litatóna…

…græni liturinn Vænn varð mjög fljótt vinsæll og því var kjörið að taka hann sem grunninn fyrir þriðja nýja litinn…

…en mig langaði svo að sjá svona aðeins dempaðri útgáfur af honum og prufa að gera hann aðeins svona “muskulegri” á litinn og úr varð Mosa-tríó-ið. Þessir eru alveg hreint geggjaðir, ég er sjálf búin að nota Mosa 2 á rými hérna heima og hann er í miklu uppáhaldi..

…ég á eftir að sýna ykkur þetta allt meira á næstu mánuðum og við stefnum líka að því að vera með SkreytumHús-dag í Slippfélaginu í næsta mánuði, þar sem hægt verður að fá litaráðgjöf og aðstoð.

…hlakka til þess að sjá myndir af rýmunum ykkar ef þið notið litina og endilega merkið SkreytumHús eða Slippfélagið inn á myndir á samfélagsmiðlum!

Annars segi ég bara góða helgi og njótið þess að gera eitthvað skemmtilegt ♥

ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *