Brúðkaup Vilmu og Guðbjarts…

…í ágúst var haldið dásamlegt brúðkaup í Kjós þar sem elsku Vilma, vinkona mín, giftist loks honum Guðbjarti sínum. Veislan var haldin í félagsheimilinu Dreng og eftir greinilega gríðalega miklar samningaviðræður við veðurguðina þá fengu þau hjónin besta veður sumarsins til þess að halda athöfnina í garðinum við húsið. Ég fékk leyfi þeirra hjóna til þess að deila með ykkur nokkrum myndum frá þessum fallega degi – en ég aðstoðaði við skreytingar og naut þess að vera gestur

…athöfnin var því úti í garði og við settum upp afskaplega fallegan blómaboga frá Skreytingarþjónustunni. En það er svo flott að vera með eitthvað svona sem afmarkar “altarið” og hjónaefnin geta staðið við. Eins er þetta svo fallegt í myndatöku. Boginn var alskreyttur rósum og stakk aðeins í stúf í þessum íslenska gróðri, þannig að við klipptum birkigreinar og stungum þeim inn á milli og það kom mjög fallega út…

Skreytingrþjónustan – heimasíða!

…eins notuðum við fánalengjur og viðardrumba til þess að afmarka þá leið sem brúðurinn gekk…

…þið sjáið bara hvað þetta verður ótrúlega fallegt og rómantískt svona…

…og veðrið þennan dag var lyginni líkast, þvílíkur hiti og sól – bara endalaus fegurð hvert sem litið var…

…ég verð líka að gefa sérstakt shoutout á ljósmyndarann, en hún Tina Einars (og hennar teymi) var svo einstaklega fagmannleg og skemmtileg, og þær myndir sem ég sá frá henni voru bara draumi líkastar!

Tína Einars Photography á Instagram

…við settum blómalengjur framan á svalirnar og það kom sérlega hátíðlega út þegar gestirnir fögnuðu brúðhjónunum á svölunum, þar sem var bæði skálað og Vilma kastaði sérstökum vendi til þeirra kvenna sem enn eiga eftir að ganga í hnapphelduna…

BH Hönnun gerði fyrir þau dásamlega falleg skilti, bæði þetta sem bauð fólk velkomið og annað sem þið sjáið inni í salnum. Bastkertaluktirnar eru frá JYSK og þær gefa svo mikinn hlýleika, eins sjáið þið í blómstrandi hvönn sem ég klippti við vegarkanntinn og dreifði þeim hér og þar úti við…

BH Hönnun – heimasíða!

…dásamlega fallegu brúðhjónin…

…en þið þekkið eflaust flest hana Vilmu okkar, ókrýndabrúsadrottningu landsins, en hún er auðvitað konan á bakvið VilmaHome.com auk þess sem hún er verslunarstjóri í JYSK á Bíldshöfða. Við kynnstumst einmitt í gegnum JYSK og höfum þekkst núna í 12 ár…

VilmaHome á Instagram!
VilmaHome.com heimasíða!

…Vilma vildi hafa brúðarvöndinn sinn svona frekar viltan, og alls ekki rósir eða neitt slíkt. Þannig að við notuðum mikið af grænu, sérstaklega er ég alltaf hrifin af fínlega asapasinum sem þið sjáið hérna. Svo vorum við með lysianthus, hvít hybericum ber, brúðarslör og svoldið af fresíum, sem gáfu auðvitað dásamlegan ilm…

…barmblóm brúðgumans er síðan svona “mini útgáfa” af brúðarvendinum…

…salurinn var síðan skreyttur á einfaldan en mjög fallegan máta. Vilma var með mikið af gervilengjum, sem voru verslaðar á netinu. Skreytingarþjónustan leigir þessi flottu sætisáklæði, sem gjörbreyttu heildarsvip salarins, auk þess sem glervasarnir komu þaðan. Kertin eru 5 í pakka frá Ikea og eru mishá…

…eins var Vilma með annan minni boga frá Skreytingarþjónustunni sem gerði mjög fallegan svip á háborðið þeirra…

…ótrúlega fallegt og persónulegt, en brúðurinn handskrifaði miða með nafni hvers og eins til þess að merkja sætin…

…en BH Hönnun gerði spjaldið með borðaskipan og eins númerin fyrir hvert borð…

…sitt hvoru megin við sviðið gerði ég bara svona einfalda grúbbu með stórum vösum sem ég á sjálf, kerti í og smá grænt, einfalt en fallegt…

…nú og með þessum gríðarlega góða veðursamning kom aðvitað fallegasta birtan inn í salinn og maður nýtti hana til myndatöku 🙂

…þið sjáið bara hversu fallegt og stílhreint þetta er allt…

…elsku Vilman mín – fallegasta brúðurinn…

…það var sett upp tjald við hlið félagsheimilisins og við skreyttum líka með blómalengjum og vösum þar…

…og þar var boðið upp á forréttina…

…síðan skotist á milli rétta í smá meiri myndatöku…

…Vilma sá til þess að ekkert skorti inni á baðherbergjum, ótrúlega flott…

…síðan var sest til borðs, og eftir það er kvöldið í smá móðu, en það var mikið borðað og enn meira hlegið…

…brúðarvöndurinn verður að blómaskreytingu á háborðinu…

Andrea Ingvarsdóttir söngkona sá um að heilla alla upp úr skónum – var alveg geggjuð…

Andrea Ingvarsdóttir á Instagram!

…og ég verð að minnast á Myndabox.is, en þeir settu upp blómavegg og myndakassa og útkoman var alveg geggjuð…

Myndabox.is – heimasíða!

…en gestir tóku af sér myndir…

…sem voru prentaðar út jafnóðum og settar í gestanbókina og maður skrifaði kveðju, svo snjallt…

….og þar sem það var komin kæti í mannskapinn fór allt borðið okkar auðvitað beinustu leið í myndatöku…

…enda þótti Borð 10 áberandi skemmtilegast…

…salurinn er með þessar seríur í loftinu og það skapaði alveg heilmikla stemmingu þegar tók að dimma úti…

…og restin af kvöldinu og langt fram á nótt er svo blanda af söng, dansi, Herberti Guðmunds, meiri dansi og að lokum Bæjarins bestu sem mættu á svæðið um miðnætti (þvílíka snilldin)!

…fallega fólkið…

…aftur til hamingju með daginn ykkar yndislegu hjón, þið eruð dásamleg – rétt eins og dagurinn ykkar!

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *