Nýtt herbergi heimasætunnar…

…við leggjum það nú reyndar ekki í vana okkar að breyta sama herberginu mörgum sinnum á ári. En í þetta sinn gerðist það núna. Við byrjuðum árið í að uppfæra aðeins herbergi unga mannsins þegar hann var að fara að fermast. Gerðum í raun bara litlar breytingar…

Smella hér til að skoða breytingu!

…herbergið var þá málað í Kósýgráum, sem er reyndar einn af mínum eftirlætis litum úr litakortinu mínu hjá Slippfélaginu, smella hér til að skoða!

…þröngt mega sáttir sitja, og þar sem daman er á fullu í hestamennskunni, er að vinna og að sinna skóla og vinum – þá er hún orðin svo sjaldan heima að henni fannst þetta vera tilvalið að skipta við bróður sinn. Hann fékk samt betri dílinn með stærra herberginu, en svona á hann bara góða systur

…en nú var farið í að mála upp á nýtt og daman vildi aðeins hlýrri tón, þannig að við færðum okkur yfir í Ylju. Sem er aðeins ljósari og töluvert brúnni í grunninn…

…hún vildi endilega halda viðarpanilinum, fékk sé enn stærra rúm (inn í þetta litla 9fm herbergi) og útkoman var mjög kózý…

…viðarpanillinn gefur svo mikinn svip á rýmið og fer sérlega vel með Yljunni á veggjunum. Málverkið er eftir pabba minn, þannig að það er gaman að skreyta með svona persónulegum munum.

Panillinn er frá Bauhaus, svartur að litur – smella hérna!

…það kom ekki annað til greina en að taka með stólinn sem hún fékk sér í sumar, en hann er líka einstaklega notalegur og þægilegur – skil hana vel…

…á veggina settum við síðan smávegis skrautmuni, flest sem var áður í gamla herberginu hennar…

…litli skemillinn fyrir framan stólinn kemur frá Dorma, en hann fékk hún í jólagjöf…

…við notuðum áfram sama snyrtiborðið, spegilinn og stólinn – en hér eru það líka viðarpanilarnir sem setja verulegan svip á rýmið…

…við erum með eina heila plötu á bakvið borðið og síðan smábút sem við festum snaga í…

…veggljósið er æðislegt og ég keypti það í Fakó á útsölu fyrr í mánuðinum…

…í gamla herberginu var áður standspegill og ég tók hann bara í sundur og notaði spegilinn sjálfan og veggfesti hann…

…rúmteppið fékkst í H&M Home…

…ég þarf síðan að mynda þetta allt betur, þar sem það var sérstaklega grár rigningardagur þegar þessar myndir voru teknar…

…gardínurnar heita Marisko frá JYSK, mínar eru gamlar en þær fást enn…

…ef það er einhverju ósvarað, þá er ykkur velkomið að henda inn spuringum á mig! 

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

8 comments for “Nýtt herbergi heimasætunnar…

  1. Sigríður Þórhallsdóttir
    25.08.2024 at 19:33

    Æðislega flott herbergið og svakalega flott myndin sem pabbi þinn málaði 🙂

  2. Rannveig Ása Hjördísardóttir
    27.08.2024 at 23:05

    Geggjað!! Ótrúlega vel heppnað. Er rúmteppið úr H&M ég heima?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      30.08.2024 at 22:22

      Já, keypt núna fyrr í mánuðinum! 😉

  3. Ingibjörg Óladóttir
    31.08.2024 at 09:40

    Sæl Soffía mjög fallegt herbergið hjá heimasætunni og vel heppnað 😍
    Smá forvitni er gardýnustönginn fest upp í loft og þá hvernig🤗

    • Soffia - Skreytum Hús...
      01.09.2024 at 23:26

      Sæl og takk fyrir,
      gardínustöngin er veggfest – við erum bara með loftaplötur og það er ekkert hald í þeim fyrir gardínustangir og slíkt!
      https://www.skreytumhus.is/?p=62654

    • Ingibjörg Björnsdóttir
      04.09.2024 at 09:34

      Mjög fallegt herbergið hjá heimasætunni. Má ég spyrja hvað rúmið og rúmteppið eru stór?

      • Soffia - Skreytum Hús...
        04.09.2024 at 13:05

        Takktakk!
        Rúmið er 140cm og teppið er 180x250cm!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *