Bíltúr…

…þetta blessaða blauta sumar sem við höfum verið að upplifa. Það hefur gert það að verkum að við höfum gert mun minna en áætlanir stóðu til um, en svona er þetta stundum. Svo kom birtist sólinn núna um daginn, reyndar var frekar vindasamt og kalt, en við fórum í smá rúnt suður með sjó.

…við stoppuðum við Garðskagann og fórum þar í smá göngu með hundana, en það var líka alveg tímabært að setja hérna inn nokkrar myndir og leyfa ykkur að sjá hversu ógnarhratt hann Nói er að stækka…

…svo vildum við auðvitað ná mynda af þeim “bræðum” og það tók nú nokkrar tilraunir…

…en að lokum fengum við þessa líka prýðisútkomu…

…en það munar líka um að vera með tvo góða menn í þessum málum…

…en skemmst er fá því að segja að Nói litli skemmti sér prýðisvel í þessari fjöruferð…

…ansi magnaður fótaburður þegar hann er skoðaður í nærmynd 😀 rétt svo að hann snerti jörðu með einum fæti…

…en það sést ekki vel þarna, en það var alveg skratti kalt sko…

…þannig að þá var það bara aðeins skárra að koma sér upp úr fjörunni…

…og þá koma aftur fullkomið tækifæri til myndatöku…

…og aftur hefst smölunin…

…og útkoman, eins og sést þá er sá yngri strax orðinn töluvert mikið stærri en Molinn…

…og svo fékkst unglingurinn með í smá pósu, því hann er bestur…

…takk fyrir að kíkja í heimsókn í dag og koma með í bíltúr

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *