…dásamlegar haustvörur eru að fylla búðirnar og þá er nú alls ekki leiðinlegt að fara niður í JYSK á Smáratorgi og stilla smávegis upp á nokkur borð. Bara svona rétt til þess að koma manni í gírinn.
Það er svo ótrúlega mikið fallegt að ég átti í mestum vandræðum með að velja hvað mig langaði að nota, en þetta hófst allt að lokum. Hér sjáið þið því fyrsta borðið…
…bæði vasinn og blómin eru alveg spáný og mér finnst þetta dásamlegt kombó.
Vasinn er sérstaklega fagur og kostar bara rétt undir 2000kr, það er nú vel sloppið…
…svo er nýji Kent lampinn í þessum græna lit alveg hreint gordjöss…
…það er náttúrulega fátt meira næs en að fá sér ný sængurver og gera kózý í svefnherberginu, svona inn í haustið…
…og það eru alls konar fallegir fylgihlutir og skrautpúðar sem gera allt enn betra…
…þessi herðatré finnst mér svo töff, geggjuð t.d. fyrir klúta og annað slíkt…
…annað nýtt, sem ég er svo skotin í, er þessi vekjaraklukka – svo retró og flott…
…annað borð, með stráum fyrir haustið og bleikum blómum fyrir sumarrest. Takið líka eftir minni útgáfunni af Studstrup-speglinum, hann er trylltur…
…hærri hvíti vasinn hefur verið til í einhvern tíma, en sá minni er nýr og saman eru þeir æðislegt kombó…
…mynstur og áferð gerir svo mikið þegar maður er að skreyta rými…
…svo margt sem er að passa vel saman, og takið erftir bókastöðunum þarna á bakvið blómin…
…þetta litla skrautblóm er í miklu uppáhaldi hjá mér strax, svo flott…
…kertastjakinn fyrir þrjú kertin er líka sérstaklega fagur, nánast eins og skúlptúr…
…annað nýtt skrautblóm og blómapottur með æðislegri áferð…
…hér er síðan listi yfir flest það sem þið sjáið í þessum pósti:
- Kent lampar – grænn/hvítur
- Kertastjakar
- Skrautblóm
- Hvítur vasi með áferð
- Hvítur vasi
- Skrautblóm
- Spegill
- Bókastoð
- Rúmföt
- Blómapottur
- Vasi með gati stærri
- Vasi með gati minni
- Skál
- Púði
- Bastpottur
- Blómapottur með áferð
- Kertastjaki
- Óreglulegur vasi
- Bleikt blóm
- Skrautpúði
- Hár vasi
- Strá
…fáeinir hlutir rötuðu svo ofan í poka hjá mér, og ég ætla að deila því með ykkur síðar! En eigið alveg yndislega helgi og njótið hennar í botn! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum ♥
1 comment for “Svo margt heillandi…”